fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Bandarískur hershöfðingi – Þess vegna sigrar Úkraína

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 07:00

Úkraínskir hermenn við víglínuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn trúa að þeir muni sigra í stríðinu gegn Rússum og Bandaríkjamenn eru sömu skoðunar, þeir telja að Rússar séu að tapa stríðinu. Mark Hertling, fyrrum hershöfðingi í bandaríska hernum, er einnig þessarar skoðunar.

Hermennskuferill hans spannar 38 ár, þar af var hann lengi yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu.  Á þeim tíma átti hann oft í nánum samskiptum við úkraínska herinn og það er meðal þess sem veldur því að hann telur að Úkraína muni sigra í stríðinu. Þess utan er það sýn hans á Rússana og getu þeirra sem veldur því að hann telur þá vera að tapa stríðinu. Hertling starfar sem sérfræðingur fyrir CNN á sviði varnarmála.

„Hefðbundinn hernaður með blandaðar hersveitir er erfiður. Virkilega erfiður. Óendanlega erfiður. Að samhæfa aðgerðir skriðdreka, fótgönguliðs, flotans, landgöngu hermanna, séraðgerða og birgðaflutninga er erfitt,“ skrifar hann í upphafi langrar færslu á Twitter um málið.

Hann segir síðan að þetta kalli á mikla samvinnu, mikla fagþekkingu og skilning og að hernaður af þessu tagi geri miklar kröfur til leiðtogahæfileika þeirra sem eru við stjórnvölinn.

„Góðir herir skilja þetta og góðir herforingjar tryggja að þetta sé byggt upp. Þjóðir eru háðar því að leiðtogar þeirra tryggi að þetta sé til staðar þegar þjóðinni er ógnað. Síður góðir herir láta fólk á herskyldualdri fá vopn, senda gölluð vopn í víglínuna og leyfa spillingu að viðgangast,“ skrifar hann og gefur í skyn að úkraínski herinn sé í fyrri flokknum en sá rússneski í þeim síðari.

Þetta byggir á hann þeim mörgu æfingum sem hann tók sjálfur þátt í og stýrði á ferli sínum innan hersins og sérstaklega á því að hann veit að úkraínski herinn hefur farið í gegnum svipað ferli. Til dæmis hafa úkraínskir hermenn stundað æfingar á Hohenfelsæfingasvæðinu í Þýskalandi en það er æfingasvæði á vegum bandaríska hersins.  Einnig kom úkraínski herinn sér upp svipuðu æfingasvæði heima.

„Úkraínski herinn var með frábæra hermenn og góðar herdeildir,“ er einfalt lokamat hans á getu úkraínska hersins.

Hvað varðar rússneska herinn þá er hann ekki eins hrifinn af honum: „Í þau fáu skipti sem ég fylgdist með rússneska hernum á æfingum eða ræddi við stjórnendur hans þá var ekki að sjá að þetta væru „góðar herdeildir“.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina