fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

„Leynilega rússneska forsetafrúin“ hefur ekki enn verið beitt refsiaðgerðum – Nú tjáir Hvíta húsið sig um málið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 05:55

Alina Kabaeva er sögð vera ástkona Pútín, hin leynilega forsetafrú. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er þekkt sem „leynilega rússneska forsetafrúin“ en hún heitir Alina Kabaeva og er 39 ára fyrrum fimleikadrottning og núverandi þingmaður á rússneska þinginu. Talið er að hún sé konan í lífi Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Oft er talað um hana sem „leynilegu forsetafrúna“ því hvorki Pútín né rússnesk yfirvöld hafa staðfest að þau eigi í ástarsambandi.

En þrátt fyrir að talið sé öruggt að þau séu par þá hafa Vesturlönd ekki beitt Alina neinum refsiaðgerðum eins og þau hafa til dæmis beitt Pútín, aðra rússneska ráðamenn og olígarka landsins.

Wall Street Journal beindi augum sínum að Alina um helgina, bæði einkalífi hennar og hennar þætti í að leyna auðæfum Pútíns, peningum sem hann hefur stolið frá rússnesku þjóðinni. Talið er að þau eigi þrjú börn saman en Alina hefur að sögn dvalið með þau í Sviss, hún er með svissneskt og rússneskt ríkisfang, síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Bandarískir embættismenn hafa sagt fjölmiðlum að Alina hafi ekki verið beitt refsiaðgerðum því óttast sé að það geti „skilist sem svo mikið persónulegt áfall fyrir Pútín að það geti gert slæmt samband Bandaríkjanna og Rússlands enn verra“.

Nú hefur talskona Hvíta hússins tjáð sig um málið að sögn BBC. Á fréttamannafundi í gær sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, að það væri ekki með vilja að Alina hafi ekki verið beitt refsiaðgerðum. Hún sagði að áfram verði haldið að vega og meta refsiaðgerðirnar þegar hún var spurð af hverju Alina er ekki beitt refsiaðgerðum.

Hún sagði að Pútín, dætur hans og nánustu samstarfsmenn hans séu á listum Vesturlanda yfir þá sem eru beittir refsiaðgerðum og það sé sífellt verið að endurmeta þessa lista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi