fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ósáttur Pútín – Rekur herforingja og fangelsar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. apríl 2022 05:39

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er óánægður með gang innrásarinnar í Úkraínu en það er víðs fjarri því að hún hafi gengið eftir áætlun. Nú er Pútín byrjaður að reka herforingja og fangelsa aðra vegna þess sem hann vill meina að sé slæleg frammistaða þeirra í hernaðinum.

Rússar hafa glímt við stór vandamál varðandi birgðaflutninga, hermennirnir eru ekki nægilega vel þjálfaðir, stórskotaliðið hefur ekki staðið sig vel og baráttuandi hermannanna er lítill.

Samkvæmt því sem Institute for the Study of War segir þá er Pútín svo óánægður með frammistöðu margra herforingja að hann hefur rekið marga þeirra að undanförnu.  Þetta byggir Institute for the Study of War á gögnum frá úkraínsku leyniþjónustunni.

Meðal þeirra sem hafa fengið að taka pokann sinn eru aðmíráll flotadeildarinnar í Svartahafi en hann var æðsti yfirmaður beitiskipsins Moskvu, sem var flaggskip rússneska flotans, sem Úkraínumenn sökktu nýlega. Hann var rekinn og settur í fangelsi. Sömu örlög hlaut starfsmannastjóri Mosvku.

Rússar hafa sjálfir reynt að telja umheiminum, og sjálfum sér, trú um að Moskva hafi sokkið í kjölfar þess að eldur braust út um borð og barst í skotfærageymslu. Upplýsingar erlendra leyniþjónustustofnana og myndir af skipinu benda hins vegar til að fullyrðingar Úkraínumanna, um að þeir hafi hæft það með flugskeytum, séu réttar.

Institute for the Study of War segir að margir yfirmenn í landhernum hafi einnig verið reknir. Þar á meðal eru yfirmenn 1. skriðdrekadeildarinnar, 6. hersins og 22. stórfylkisins.

Sérfræðingar Institute for the Study of War segja að þetta sé rússneska hernum ekki til framdráttar. Þetta muni örugglega ekki bæta bardagagetu hans því líklega taki menn með minni reynslu við og séu þeir undir gríðarlegum þrýstingi um að ná þeim óraunhæfum markmiðum sem ráðamenn í Kreml hafa sett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin