fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Segja að ef ný stórsókn Rússa eigi að takast verði þeir að forðast þessi mistök

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 06:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa nú hafið stórsókn í Donbas í austurhluta Úkraínu. Sóknin markar kaflaskil í stríðinu sem hefur nú staðið í tæpa tvo mánuði. Átökin um Donbas geta skipt sköpum varðandi það hvernig stríðinu lýkur.

Jótlandspósturinn fékk tvo sérfræðinga til að segja hverju þeir fylgjast sérstaklega með nú á þessu stigi stríðsins. Þetta eru þeir Jens Wenzel Kristoffersen, kapteinn og sérfræðingur hjá miðstöð hernaðarrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla, og Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann.

Þeir voru sammála um að Rússar hafi gert mörg slæm mistök í upphafi stríðsins. Hugsanlega hafi þeir ofmetið eigin getu og vanmetið andstæðinga sína. Þeir sögðu að nú sé spurningin hvort Rússar hafi lært af mistökunum eða muni endurtaka þau í Donbas.

Kristoffersen benti á að Rússar hafi fram að þessu gert árásir á mörgum stöðum samtímis í stað þess að einbeita sér að fáum stöðum í einu. Þetta hafi ekki gefist vel. Hann benti á að í Donbas hafi úkraínski herinn haft langan tíma til að koma sér fyrir. Mathiesen tók í sama streng og sagði að ekki sé víst að Rússar lært af reynslunni. Við fyrstu sýn virðist sem þeir hafi hafið árásina á breiðri víglínu. Hugsanlega sé um meðvitaða taktík að ræða þar sem þeir hald úkraínsku varnarsveitunum uppteknum og leið sé kannað hvar varnirnar séu veikastar fyrir.

„En þetta getur líka verið merki um að þeir hafi í raun ekki lært neitt og reyni aftur að sækja fram á breiðri víglínu, í þessu tilfelli um 1.000 km, og geti þar með ekki lagt nauðsynlegan þunga í árásina,“ sagði Mathiesen.

Hann benti einnig á að Rússar verði að hafa birgðaflutningana í lagi en það áttu þeir í vandræðum með við Kyiv. Á móti er það þeim í hag að í austurhluta Úkraínu er landið mun opnara en norðar, við Kyiv, þar sem er mikið skóglendi. Opið land gerir skriðdrekum og brynvörðum ökutækjum miklu auðveldara fyrir með að sækja fram.

Kristoffersen benti á að það krefjist þess samt að Rússar tefli fram miklu fleiri hermönnum en Úkraínumenn. Hann sagði að þumalfingurreglan í hernaðartækni væri að árásarherinn verði að vera með 3 hermenn á móti hverjum 1 hermanni varnarliðsins. Það sé þumalputtareglan í klassískum skriðdrekahernaði, hvort það dugi til í raun og veru sé hins vegar vafasamt. Líklega verði liðsmunurinn að vera enn meiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast