fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Bandaríkin búa sig undir nýja og hættulega heimsskipun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. apríl 2022 12:30

Mark Milley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kom Mark Milley, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, fyrir bandaríska þingnefnd. Þar sagði hann frá framtíðarsýn sinni, hvernig heimurinn muni líta út að stríðinu í Úkraínu loknu.

Í krafti embættis síns hefur Milley aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga um óvini Bandaríkjanna og hvað þeir taka sér fyrir hendur um allan heim. Út frá þessum upplýsingum dró hann upp dökka mynd af stöðu heimsmála. Hann sagði að Bandaríkin og restin af heimsbyggðinni séu á leið inn í óstöðugustu og hættulegustu tímana síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Hann sagði einnig að það sé sáralítið sem Bandaríkin geti gert eins og staðan er núna. Ómögulegt sé að spá fyrir um næstu skref Rússlands og Kína.

„Við stöndum nú frammi fyrir tveimur stórveldum, Kína og Rússlandi, sem búa yfir miklum hernaðarmætti, sem bæði hafa í hyggju að gjörbreyta þeim reglum sem núverandi heimsskipun byggist á. Við erum að fara inn í heim sem verður óstöðugri og líkurnar á umfangsmiklum alþjóðlegum deilum eru vaxandi, ekki minnkandi,“ sagði Milley.

Það var engin tilviljun að Milley nefndi Kína til sögunnar því Kína hefur verið þyrnir í augum Bandaríkjanna síðustu misserin. Það hefur komið berlega í ljós eftir innrás Rússa í Úkraínu.

New York Times sagði frá því í mars að Rússar hefðu beðið Kínverja um aðstoð vegna stríðsins í Úkraínu, bæði hernaðarlega og efnahagslega til að geta sniðgengið refsiaðgerðir Vesturlanda. Þetta voru upplýsingar sem hafði greinilega verið lekið frá bandarískum stjórnvöldum. Bæði Rússar og Kínverjar vísuðu þessum fregnum á bug en bandarískir ráðamenn tóku ekki mikið mark á því.

Um miðjan mars sagði Jake Sullivan, ráðgjafi Joe Biden, forseta, í öryggispólitískum málum, að það myndi verða Kínverjum dýrt ef þeir aðstoði Rússa við að sneiða hjá refsiaðgerðum Vesturlanda. Ummæli hans eru túlkuð sem sönnun þess hversu alvarlega bandarísk stjórnvöld taka þróun mála í Kína. Kínverjar hafa styrkt her sinn mikið og hafa meðal annars uppfært vopnabúr sitt með ofurhljóðfráum flugskeytum sem geta borið kjarnaodda. Þessar flaugar ná að minnsta kosti fimmföldum hljóðhraða. Rússar hafa einnig þróað slíkt vopn. Bandaríkin hafa því sett mikinn kraft í þróun slíkra flugskeyta og prófuðu einmitt eitt slíkt í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný