fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Úkraínskar flóttakonur flýja breska dónakarla

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. apríl 2022 14:09

Þetta fjölbýlishús í Kyiv skemmdist mikið í árás Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að kvenkyns flóttamenn frá Úkraínu sem hafa fengið húsaskjól í Bretlandi í gegn um verkefnið „Heimili fyrir Úkraínu“ hafa þurft að leita eftir nýju heimili eftir að karlmenn sem buðu þeim húsaskjól leituðu eftir kynferðislegu sambandi við þær.

Breska ríkisstjórnin kynnti verkefnið „Heimili fyrir Úkraínu“ í síðasta mánuði en þar bjóðast fjölskyldum 350 pund á mánuði, sem samsvarar um 60 þúsund íslenskum krónum, fyrir að taka flóttafólk frá Úkraínu inn á heimili sitt.

Aðeins klukkustundum eftir að verkefnið var kynnt höfðu 200 þúsund manns frá Úkraínu skráð sig á vefsíðu með ósk um að valin.

Í gær hafði fjórðungur af þeim 40 þúsund sem höfðu formlega sótt um vegabréfsáritun til Bretlands fengið hana, og yfir þúsund manns á flótta voru komin til landsins. Times greinir frá þessu.

Þá berast sömuleiðis fregnir af því að það hafi í einhverjum tilfellum misheppnast að finna viðeigandi heimili fyrir fólk á flótta. Ein af ástæðunum er sú að karlmenn sem hafa boðið húsaskjól, hafa farið yfir mörk kvenna frá Úkraínu og leitað á þær kynferðislega.

Í Facebookhópi þar sem reynt er að finna flóttafólki góð heimili sendir ein kona beiðni um hjálp við að finna úkraínskri flóttakonu nýtt heimili.

„Ég hef verið í sambandi við unga konu sem óttast manninn sem hún býr hjá því hann er búinn að vera að spyrja hana að alls konar persónulegum spurningum,“ skrifar konan þar. „Hún segist vera hrædd og vill finna nýtt heimili. Hún er ung og þessi maður sagðist vera einstæður faðir sem býr með dóttur sinni, en hann er núna að spyrja konuna hvort hún eigi kærasta og hvort hún sé tilbúin í samband. Þetta veldur mér áhyggjum.“

Talið er að um 40 af þeim eitt þúsund einstaklingum sem hafa fengið húsaskjól í gegn um verkefnið „Heimili fyrir Úkraínu“ hafi óskað eftir því að flytja annað.

Athygli hefur vakið að miklar kröfur eru gerðar til húsnæðisins sem búið er í þegar mat er lagt á hvort þarna sé flóttafólk öruggt en síður virðist gerðar kröfur um siðferði viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu