fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Leyniskyttan Wali enn á lífi í Úkraínu – „Í eitt skipti sá ég víghnött fara um þrjá metra frá höfði mínu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. mars 2022 16:30

Leyniskyttan Wali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniskyttan Wali, sem sagður er besta leyniskytta heims, hefur staðfest í viðtali við kanadískan miðil að hann sé á lífi í Úkraínu. Mikið var gert úr því í fjölmiðlum að Wali, sem heitir fullu nafn Oliver Lavigne-Ortiz og er frá Quebec, hefði haldið til Úkraínu að berjast við Rússa. Frægðarsól hans sem leyniskyttu reis eftir að Lavigne-Ortiz barðist í Afghanistan og Írak og er hermt að hann hafi fellt allt að 40 vígamenn ISIS á einum degi.

Stuttu eftir að Wali mætti á vígvöllinn á Úkraínu fóru að berast fréttir þess efnis að hann hefði fallið í átökunum. DV fjallaði um sögusagnir um helgina en þær mátti meðal annars rekja til þess að Wali heldur úti vinsælli Facebook-síðu þar sem hann hefur skrifað stuttar færslur um þátttöku sína í stríðsrekstri. Ekkert hafði hins vegar heyrst frá honum í næstum fimm daga sem er óvenjulegt og gaf sögusögnum um dauða hans byr undir báða vængi.

Orðrómur um að besta leyniskytta heims hafi fallið í Úkraínu

Ljóst var að víg heimsfrægrar leyniskyttu gæti nýst vel í áróðursstríði Rússa og fælt erlenda sjálfboðaliða frá því að aðstoða Úkraínumenn. Dauði Wali var hins vegar ýktur en í gær steig hann fram í viðtali við kanadíska miðilinn Le Presse. Þar segir Wali að hann hafi síðastur allra frétt af sínu eigin andláti. Í viðtalinu segist hann hafa verið í þrjá daga nærri víglínunni og setið undir nánast linnulausri skothríð frá stórskotaliði Rússa. „Í eitt skipti sá ég víghnött fara um þrjá metra frá höfði mínu. Þetta var súrealískt,“ segir Wali í viðtalinu. Að lokum hafi hann náð að koma sér í öruggara skjól og að hann hafi ekki orðið meint af.

Í kjölfarið birti hann svo stutta yfirlýsingu á Facebook-vefsvæði sínu, sem heutir La Torche et l’Épée, um að hann væri enn ómeiddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar