fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Næstæðsti yfirmaður Svartahafsflota Rússa felldur af Úkraínumönnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. mars 2022 05:35

Andrey Paliy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn segist hafa fellt Andrey Paliy, 51 árs, nýlega þegar rússneskar hersveitir réðust á Maríupól. Paliy var næstæðsti yfirmaður Svartahafsflota Rússa.

Hann bætist því í hóp háttsettra rússneskra hershöfðingja sem hafa fallið í stríðinu til þessa.

The Sun segir að ekki liggi miklar upplýsingar fyrir um kringumstæðurnar þegar Paliy var felldur. Rússnesk yfirvöld hafa ekki staðfest að hann hafi fallið en The Sun segir að svo virðist sem Konstantin Tsarenko, starfsmaður við Sevastopol Nakhimov sjómannaskólann, hafi staðfest dauða Paliy.

Anton Geraschchenko, talsmaður úkraínskra yfirvalda, sagði í gærmorgun að Paliy hafi verið drepinn í bardaga en skýrði ekki nánar frá málsatvikum.

Paliy fæddist í Kyiv en neitaði að sverja úkraínska hernum hollustueið 1993 og fór til starfa hjá rússneska sjóhernum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Terence Stamp látinn
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““