fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Bandaríkin senda „kamikaze-dróna“ til Úkraínu – Merki um stefnubreytingu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. mars 2022 18:00

Switchblade 300

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirrar hernaðaraðstoðar sem Bandaríkin ætla nú að láta Úkraínu í té eru svokallaðir kamikaze-drónar. Þeir eru útbúnir með sprengiefni í nefinu og springa þegar þeir hæfa mark.

Þetta eru Switchblade 300 og Switchblade 600 drónar sem eru framleiddir af bandaríska fyrirtækinu AeroVironment. 300 tegundin getur hæft mál í tæplega 1,5 km fjarlægð og 600 tegundin í tæplega 5 km fjarlægð.

Drónarnir vega um 2,5 kíló og eru með myndavél og flugskeyti. Það er hægt að bera þá í litlum bakpoka. Hernaðarsérfræðingar telja að þessir drónar muni opna fyrir algjörlega nýja möguleika fyrir Úkraínumenn í stríðinu við Rússa.

Það er hægt að gera báðar tegundirnar flughæfar á örskotsstund og það er hægt að nota þær við árásir á skriðdreka, stórskotalið og bíla auk fleiri skotmarka.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær um hernaðaraðstoð við Úkraínu upp á einn milljarð dollara.

Það að úkraínski herinn fá þessa dróna markar breytingu í stefnu Bandaríkjanna. Fram að þessu hafa þau aðallega sent varnarvopn til Úkraínu.

Politico segir að kamikaze-drónarnir geti verið á lofti í um 30 mínútur áður en þeim er stýrt niður á ákveðið skotmark af stjórnanda sem er á jörðu niðri. Þessir drónar voru fyrst notaðir af Bandaríkjaher í Afganistan. Bretar nota einnig dróna þessarar tegundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“