fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Pútín sagður ætla að skipa einn hataðasta mann Úkraínu sem forseta í stað Zelenskís

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. mars 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Úkraínski miðillinn The Kyiv Independent segir að Pútín vilji skipa Viktor Yanukovych sem forseta Úkraínu, nái Rússar að vinna stríðið.

Yanukovych er sagður vera staddur í Minsk og að rússnesk stjórnvöld séu nú að vinna að því að skipta núverandi forsetanum, Volodimír Zelenskí út.

Yanukovych var forseti Úkraínu á árunum 2010-2014 en þá var hann hrakinn frá völdum í úkraínsku byltingunni og hefur síðan þá verið í útlegð í Rússlandi. Hann var sakaður um ýmis brot gegn úkraínsku þjóðinni á valdatímanum sínum. Meðal annars hefur hann verið sakaður af Amnesti International um að hafa notað sérstaka úkraínska lögreglu sem var kölluð Berkut til að hóta, ráðast á og pynta mótmælendur í landinu. Eins var hann sakaður um kosningasvik.

Hann var sakfelldur af úkraínskum dómstól fyrir landráð árið 2019 og dæmdur í 13 ára fangelsi. Hann hefur þó ekki setið af sér dóminn. Hann var einnig sakaður um að hafa beðið Pútín um að senda rússneskt herlið inn í Úkraínu eftir að hann flúði þangað í kjölfar byltingarinnar.

Og aðeins fáeinum mánuðum eftir að hann flúði til Rússlands var Krímskaginn innlimaður.

Yanukovych var mótfallinn því að ganga í Evrópusambandið og undir stjórn viðgengust ýmis brot gegn úkraínskum íbúum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum