fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Siðanefnd HÍ sagði af sér – Segir trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og rektors

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Háskóla Íslands (HÍ) sagði nýlega af sér og ber við trúnaðarbresti á milli nefndarinnar og Jóns Atla Benediktssonar, háskólarektors. Ástæðan er að Jón Atli greindi frá þeim skilningi sínum að nefndin hefða enga lögsögu í máli Bergsveins Birgissonar rithöfundar gegn Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. Bergsveinn hefur sakað Ásgeir um ritstuld.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Morgunblaðið hefur yfirlýsingu frá siðanefndinni undir höndum en í henni segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli hennar og rektors og að hann hafi lýst eigin skoðun á málavöxtum.

Þessu vísaði Jón Atli á bug í samtali við Morgunblaðið og sagðist ekki hafa haft nein afskipti af málinu og það sé ekki á hans borði. Hann sagðist hafa fengið fyrirspurn frá öðrum aðilanum, sem er í launalausu leyfi frá HÍ, um réttarstöðu hans og hafi hann svarað því bréfi eins og honum beri að gera. Í því felist ekki að hann hafi nein efnisleg afskipti af málinu.

Þegar málinu var skotið til siðanefndarinnar taldi hún að það félli undir hana því seðlabankastjóri væri í „virku ráðningarsambandi“ við HÍ þótt hann sé í launalausu leyfi. Eftir að Jón Atli komst að annarri niðurstöðu taldi nefndin sér ekki sætt lengur.

Í siðanefndinni sátu Skúli Skúlason, formaður, Henry Alexander Henrysson og Sólveig Anna Bóasdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný