fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Nafn Íslendingsins sem lést í eldsvoðanum á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn sem fórst í eldsvoða í bílskúr á Costa Adeje-svæðinu á Tenerife hét Haraldur Logi Hrafnkelsson og var fæddur 23. ágúst árið 1972. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Drífu Björk Linnet Kristjánsdóttur, og fjögur börn. Mbl.is greindi frá.

DV greindi frá því fyrr í morgun að spænski miðillinn El Día hafi greint frá andláti íslensk ríkisborgara ytra og talið væri að um hræðilegt slys hefði verið að ræða.

 

Haraldur Logi og Drífa ásamt tveimur börnum sínum.

Drífa og Haraldur voru í viðtali við DV í febrúar í fyrra þar sem þau lýstu búferlaflutningi sínum til Tenerife og fóru yfir kostnaðinn við slíka flutninga fyrir fjölskyldur.

Fjölskyldan hefur verið búsett ytra stóran hluta úr árinu en hjónin opnuðu nýlega kokteilbar á eyjunni. Þá hafa þau einnig  g rekið heild­söl­una Reykja­vik Warehou­se hér á landi og ferðaþjón­ustu í Hraun­borg­um í Gríms­nesi.

 

Drífa flutti til Tenerife með fjölskylduna – Kostnaðurinn minni en fólk heldur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný