fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Danir tjá sig um leikinn í gærkvöldi – „Hvað hafa Íslendingar fært okkur annað en vonbrigði . . . og ekkert?“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 08:14

Forsíða eb.dk. Skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekstra Bladet fjallar um reiði Íslendinga eftir tap danska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Frökkum í gær en tapið gerir að verkum að íslenska liðið komst ekki í undanúrslit á EM.

Blaðið byrjar á að vitna í Vísi.is þar sem haft er eftir Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, að það hafi blundað lengi í honum að leggja fram þingsályktunartillögu um að kóróna og merki Kristjáns IX verði fjarlægt af þinghúsinu.

Því næst er vitnað í umfjöllun DV um leikinn þar sem fram kemur að Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, sjónvarpsmaður, hafi sagt að ekki sé hægt að treysta Dönum.

Síðan heldur blaðið áfram og vitnar í Twitterfærslur fjölda fólks um leikinn og fyrirsagnir fjölmiðla. Til dæmis: „Takk fyrir ekkert, Danir,“ sem var fyrirsögn Vísis á frétt um leikinn.

Meðal tísta sem er vitnað í er tíst Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns hjá Stundinni, þar sem hann segir að einhverjir danskir landsliðsmenn hafi grætt vel á úrslitunum í gegnum veðmál.

Þá er einnig vitnað til fleiri tísta hjá íslenskum fjölmiðlamönnum, meðal annars tíst Einars Arnar Jónssonar, íþróttafréttamanns hjá RÚV, sem sagðist vera svo pirraður að hann nennti ekki einu sinni að blóta Dönum á dönsku. Þá var tíst Tómas Þórs Þórðarsonar, umsjónarmanns enska boltans hjá Símanun, dregið fram enda þurftu Danirnir ekki að þýða það – „Jeg hadder du so mykket Denmark!!!“ skrifaði Tómas Þór en eyddi síðar tístinu.

 

Á Facebooksíðu Ekstra Bladet hafa margir lagt orð í belg um fréttina og viðbrögð okkar Íslendinga.

Tommy Glensvold segir að ef Íslendingar hefðu sjálfir verið betri hefðu þeir sjálfir komið sér í undanúrslitin.

Torben Bøgedal Nielsen segir að samið hafi verið um úrslitin fyrirfram.

Kent Jørgensen segir að Íslendingar geti hans vegna gert hvað sem þeir vilja, Danir geti eiginlega ekki notað Ísland til neins.

Kent Jakobsen segir meðal annars: „Hvað hafa Íslendingar fært okkur annað en vonbrigði . . . og ekkert?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna