fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Kona í gæsluvarðhaldi – Lögreglan skipti út fíkniefnum í bílnum fyrir gerviefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. janúar 2022 11:30

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem ákærð hefur verið fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Fíkniefnin voru falin undir gólfi í svörtum bíl sem fluttur var til landsins með Norrænu. Konan skal sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar.

Í ákæru er hinu meinta afbroti lýst þannig:

„Stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa dagana 17. – 22. september, staðið að innflutningi á 3.979,89 g af kókaíni, sem hafði 61-76% styrkleika, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Þann 17. september sendu ákærðu svarta […] bifreið með skráningarnúmerinu […] frá […] til Íslands með flutningaskipinu […], en fíkniefnin fundust falin í fjórum pakkningum í gólfi bifreiðarinnar við tollskoðun á Íslandi þann 20. september. Lögregla skipti út fíkniefnunum fyrir gerviefni og sóttu ákærðu bifreiðina þann 22. september á tollsvæði […] í […] og fékk hún þá skráningarnúmerið […]. Ákærði Y settist í ökumannssæti bifreiðarinnar en ákærða X í framsæti bifreiðarinnar og ók ákærði Y bifreiðinni að heimili þeirra við […] í Reykjavík. Daginn eftir, þann 23. september, fór ákærði Y í bifreiðina og sótti gerviefnin sem voru þar falin og var hann handtekinn skömmu síðar á […] við […], með tvær pakkningar af gerviefni í bakpoka. Ákærða X var handtekin á heimili þeirra síðar sama dag.“

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins