fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Auglýsing Hreiðars eftir landsleikinn vekur athygli – „Best staðsetta auglýsing ársins“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. janúar 2022 20:00

Myndin er samsett - Mynd úr leik: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir sigur Íslands á Hollandi í EM í handbolta í gær birtist auglýsing á skjánum frá manni sem flestir handboltaáhugamenn þekkja vel. Auglýsingin var frá engum öðrum en Hreiðari Levý Guðmundssyni, fyrrum markverði íslenska landsliðsins í handbolta, en Hreiðar starfar í dag sem fasteignasali hjá fasteignasölunni Miklaborg.

Auglýsingin vakti að vonum athygli þar sem hún var sýnd beint eftir leikinn. Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack tók til að mynda eftir auglýsingunni og ákvað að hrósa henni í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni.

Fleiri tóku undir með Margréti í athugasemdunum. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, sagði til dæmis að staðsetning auglýsingarinnar væri frábær. „Þetta var best staðsetta auglýsing ársins,“ segir Siggeir.

Haukur nokkur segir svo að auglýsingin hafi ollið því að hann hafi farið í fasteignasöluhugleiðingar. „Ég fékk óstjórnlega löngun til að selja ofan af okkur..“ segir hann

Ánægður að auglýsingin hitti í mark

„Það er gott að heyra að fólk er að hafa gaman að þessu,“ segir Hreiðar í samtali við DV um viðbrögðin við auglýsingunni en hann kveðst hafa verið með smá stress í maganum fyrir henni. „Það er gott að þetta hitti í mark.“

Ákvörðunin um að auglýsa þarna beint eftir leikinn var svo sannarlega ekki tekin í flýti. „Ég var búinn að hugsa um að gera þetta í fyrra og svo einhvern veginn vantaði mig bara uppstillinguna. Já þannig ég var búinn að ákveða að gera þetta í ár, ég var búinn að hugsa um þetta í eitt ár og ætlaði að láta slag standa núna bara. Mér fannst þetta góður tímapunktur út af það er náttúrulega tenging við mig og landsliðið og svona,“ segir hann en auglýsingastofan Sahara hjálpaði honum að gera auglýsinguna að veruleika.

Hreiðar fylgist að sjálfsögðu með leikjum landsliðiðsins á EM, hann er ánægður með byrjunina en er orðinn stressaður fyrir leiknum við Ungverjaland á morgun. „Þau eru að gróa hérna öll naglaböndin mín fyrir morgundaginn,“ segir hann.

„Það er frábær byrjun að vera með tvo sigra, fullt hús, en þetta er stórhættulegt, það má lítið út af bregða í síðasta leiknum. Maður er skítstressaður fyrir það, þetta verður hörkuerfitt, þetta eru nátttúrulega ungverjar á heimavelli, það er alltaf erfitt. En það væri helvíti svekkjandi ef við dettum út.“

Auglýsingin sem um ræðir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands