fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Skútu og manns saknað – Alþjóðleg leit stendur yfir að Laurel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. september 2021 15:30

Myndin af skútunni Laurel. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðleg leit stendur yfir að hollensku skútunni Laurel sem fór frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn maður var um borð og hefur ekkert spurst til hans í um mánuð. Íslensk og dönsk yfirvöld hafa árangurslaust reynt að ná samband við manninn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en þar segir enn fremur:

„Undanfarna daga hefur alþjóðleg leit og eftirgrennslan staðið yfir vegna hollenskrar skútu sem hélt frá Vestmannaeyjum þann 8. ágúst áleiðis til syðsta hluta Grænlands, að því er talið er. Einn maður er um borð í skútunni og hefur ekkert spurst til hans frá því hann hélt frá Vestmannaeyjum fyrir tæpum mánuði. Takmarkaður fjarskiptabúnaður er um borð í skútunni, sem ber heitið Laurel, og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Varðskipið Þór og þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa svipast um eftir skútunni síðustu daga en án árangurs. Þá hafa flugvélar og bátar danska heraflans jafnframt leitað skútunnar suður og austur af Grænlandi. Sjófarendur eru beðnir um að láta Landhelgisgæsluna vita ef þeir verða varir við skútuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst