fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Skútu og manns saknað – Alþjóðleg leit stendur yfir að Laurel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. september 2021 15:30

Myndin af skútunni Laurel. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðleg leit stendur yfir að hollensku skútunni Laurel sem fór frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn maður var um borð og hefur ekkert spurst til hans í um mánuð. Íslensk og dönsk yfirvöld hafa árangurslaust reynt að ná samband við manninn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en þar segir enn fremur:

„Undanfarna daga hefur alþjóðleg leit og eftirgrennslan staðið yfir vegna hollenskrar skútu sem hélt frá Vestmannaeyjum þann 8. ágúst áleiðis til syðsta hluta Grænlands, að því er talið er. Einn maður er um borð í skútunni og hefur ekkert spurst til hans frá því hann hélt frá Vestmannaeyjum fyrir tæpum mánuði. Takmarkaður fjarskiptabúnaður er um borð í skútunni, sem ber heitið Laurel, og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Varðskipið Þór og þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa svipast um eftir skútunni síðustu daga en án árangurs. Þá hafa flugvélar og bátar danska heraflans jafnframt leitað skútunnar suður og austur af Grænlandi. Sjófarendur eru beðnir um að láta Landhelgisgæsluna vita ef þeir verða varir við skútuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi