fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Orðið á götunni: Kata Jak „ekkert endilega“ til í áframhald – Bjarni og Sigurður gætu þurft að leita á önnur mið

Heimir Hannesson
Mánudaginn 27. september 2021 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullvissa þjóðarinnar um að áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sé meitlað í stein gæti verið á sandi byggð, ef marka má orðið á götunni um þessar mundir.

Herma heimildir DV að innanbúðarfólk í Vinstri grænum horfi nú til næstu kosninga og íhugi vandlega hvaða áhrif það gæti haft á langtímafylgi flokksins að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Svo kunni að fara að niðurstöða þeirra hugleiðinga verði hreinlega að draga sig út úr stjórnarsamstarfinu.

Segja þeir sem þekkja til að Katrín myndi skapa sér vinsældir meðal flokksmanna með því að fórna forsætisráðherrastól fyrir flokksheildina.

Á sama tíma eru þó raddir, bæði innan VG og utan, sem benda á að niðurstöður kosninganna eigi ekki endilega að fela í sér dóm um stjórnarandstöðu á komandi kjörtímabili. Segja þeir að sá munur sé á kosningunum nú og kosningunum 2017 að þeir sem kusu VG á laugardaginn hafi verið að kjósa vinstri flokk sem væri að öllum líkindum á leið í áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Segja þeir sömu að kosningaúrslitin á laugardaginn hafi í raun ekki falið í sér neitt tap. Flokkurinn var búinn að tapa tveimur þingmönnum á kjörtímabilinu og tapaði því einungis einum í kosningunum á laugardaginn. Fylgistapið upp á 4,3% hafi þannig verið nokkurs konar lokapunktur á hreinsun „órólegu deildarinnar“ úr VG og að flokkurinn hafi í raun aldrei verið „stjórntækari“ en nú. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ætti ekki að koma flatt upp á neinn að þessu sinni.

Eftir stendur þó að óséð er hvernig fylgisþróun flokksins verður á þessu kjörtímabili og sú staðreynd að enginn vinstri flokkur hefur í lýðveldissögunni styrkst í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Stóra spurningin nú er hvort Katrín ætli sér að afsanna þá kenningu á kjörtímabilinu, eða ekki.

Orðrómurinn innan úr VG hefur þá jafnframt kallað á vangaveltur um hvar Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gætu fundið þingmennina þrjá sem þá vantar til að tryggja meirihluta á þingi.

Samanlagður þingstyrkur flokkanna tveggja er 29 og koma því allir flokkar til greina sem samstarfsflokkur, þ.e.a.s. B og D geta unnið með hverjum sem er ef einungis er litið til þingstyrks.

Hægt er að útiloka Samfylkinguna og Pírata undir eins, enda hafa báðir flokkar ýmist hafnað með öllu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eða sagt það „óhugsandi.“

Eftir stendur þá Flokkur fólksins, sem verður að teljast ólíklegur kandídat, Miðflokkurinn, sem er hugsanlegur, og Viðreisn, sem hlýtur að teljast líklegasti kosturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins