fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Auglýsing í umdeilda blaðinu frá Vestmannaeyjum vekur reiði: Skammast sín fyrir að vera frá Eyjum – „Ég er sárlega hneyksluð og full viðbjóði“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 30. júlí 2021 15:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðrafélag VKB, eða Vinir Ketils Bónda, hefur gefið út þjóðhátíðarheftið Þroskahefti eins og félagið gerir fyrir hverja Þjóðhátíð í Eyjum, þrátt fyrir að hún sé ekki haldin í ár. Heftið ber nafnið Þroskahefti og var mikið rætt um heftið þegar það kom seinast út árið 2019. Mikið var um skopmyndir sem margir myndu eflaust flokka sem niðrandi og fór heftið fyrir brjóstið á mörgum.

Sjá einnig: Brandarablað Eyjamanna gagnrýnt – „Má nú ekki grínast lengur“

Heftið í ár er með sama sniði og vantar ekki umdeilda brandara í blaðið. Strax á fyrstu opnu blaðsins er aðvörun fyrir lesendur. „Þroskahefti er á engan hátt ætlað sem lesefni undir öðrum en broslegum kringumstæðum. Þungbúinn lestur heftisins er með öllu óheimilaður og afsalar Bræðrafélagið VKB sér allri ábyrgð af slíkum lestri. Lestur heftisins er alfarið á ábyrgð lesandans,“ segir í aðvöruninni.

„Heyranlegur lestur heftisins er mjög varasamgur, varúð skal höfð í nærveru sálar. Heyrandi lesturs heftisins, svo og lesandinn sjálfur, kunna að hljóta alvarlega áverka, svo sem bros á vör eða kitl hláturstauga, séu sá eða sú ekki undir slíkt búið. Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda leggur alla ábyrgð í hendur lesanda heftisins. Hafið því varann á.“

Sjá einnig: Umdeilda skopmyndablaðið í Vestmannaeyjum snýr aftur – Hæðst að Ingó, Sölva Tryggva, Þórólfi og fleirum

Ljóst er að aðvörunin hefur ekki gert sitt gagn því ein auglýsing úr blaðinu hefur vakið sérstaklega athygli og gagnrýni á samfélagsmiðlinum Twitter. Auglýsingin sem um ræðir er auglýsing fyrir súkkulaðið After Eight en í auglýsingunni er gert grín að sjúkdómnum eyðni og söngvaranum Freddie Mercury, sem lést eftir baráttu sína við sjúkdóminn árið 1991.

Á myndinni má sjá söngvarann og umbúðir súkkulaðsins en búið er að breyta nafni súkkulaðsins í „After AIDS“. Þá stendur slagorðið „súkkulaðið sem gengur manna á milli“ og Freddie spyr hvort hann megi bjóða lesendum súkkulaði.

Skjáskot úr heftinu.

Ásta nokkur vakti athygli á myndinni á Twitter-síðu sinni í dag. „Þessi mynd er í riti sem dreift er í öll hús á Vestmannaeyjum fyrir Versló, allt er í svipuðum dúr í blaðinu. Ég er sárlega hneyksluð og full viðbjóði á því að gert sé grín í þessum dúr,“ segir hún og fjöldi fólks tekur undir með henni. „Þetta er eins og hatursáróður frá 1985 – ömurlegt,“ segir til að mynda Stefán nokkur. „Hvaða siðlausa rusl dirfist- ég væri til í að tæta mig í Þann sem átti hugmynd að þessu „gríni“,“ segir svo netverji sem gengur undir nafninu Marz.

Þá segir Dalía nokkur að þetta sé ömurlegt og annar netverji segir að um sé að ræða „ósmekklegt rusl“. Sigrún nokkur segir þá að eftir að hafa séð þessa mynd skammist hún sín fyrir rætur sínar. „Ég held að ég endanlega skammist mín fyrir að hafa fæðst í Vestmannaeyjum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025
Fréttir
Í gær

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm