fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Vilja breyta sögufrægu húsi í klósett fyrir túrista af skemmtiferðaskipum

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 18:30

mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra bæjarins að semja við rekstraraðila Edinborgarhússins um að halda þar úti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn hluta úr ári. Þetta kemur fram í frétt bb.is.

Þar segir að samningur bæjarstjórans við Edinborgarhúsið yrði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar, en gert er ráð fyrir að hann yrði vegna hásumarmánaðanna næstu þrjú árin, frá maí og fram í miðjan september.

Tillagan snýr að því að Edinborgarhúsið myndi innheimta fast mánaðargjald fyrir að halda úti klósettaðstöðunni og myndi í staðinn sjá um að halda aðstöðunni þrifalegri.

Í húsinu í dag eru ferðaskrifstofa, upplýsingamiðstöð ferðamála, veitingahús sem tekur 100 manns við borð auk þess sem húsið hýsir reglulega menningarviðburði. Húsið var reist 1907, að því er segir á heimasíðu hússins. „Bar það höfuð og herðar yfir flest mannanna verk á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir þar jafnframt. Húsið er teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt og húsameistara ríkisins og staðsetning þess einkar glæsileg, við Pollinn í gamla bænum.

Hvort Rögnvaldi hafi einhvern tímann órað fyrir því að húsið yrði miðstöð grunnþarfaþjónustu fyrir þúsundir ferðamanna á geysistórum skemmtiferðaskipum, liggur ekki fyrir, en sumarið fyrir Covid komu 130 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar með samtals 117.856 ferðamenn um borð, samkvæmt heimasíðu bæjarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“