fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Algengt að fólk sé dapurt á sumrin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir finna endurtekið fyrir depurð á sumrin en mesta eftirvænting margra er bundin við sumarið. En ýmis ráð eru til gegn depurðinni að sögn Sóleyjar Drafnar Davíðsdóttur, sálfræðings hjá Kvíðameðferðarstöðinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það er svo merkilegt að við tengjum vanlíðan frekar við veturinn og finnst að okkur eigi að líða vel á sumrin en í rauninni er algengara en við höldum að þunglyndi láti á sér kræla á vorin og fram eftir sumri,“ er haft eftir henni.

Hún sagði einnig að 10% þeirra sem eru með árstíðabundið þunglyndi séu með þunglyndi yfir sumarið. Hún sagði ekki alveg vitað hvað valdi þessu en vitað sé að sólarljós trufli melatónínmyndum sem getur dregið úr magni serótóníns en lítið magn serótóníns hefur verið tengt við þunglyndi. „Svo eru það þessir samfélagslegu þættir. Við höfum rosalegar væntingar til sumarsins og það á að vera geðveikt. Ef það stendur ekki undir væntingum, rignir til dæmis allt sumarið, eru vonbrigðin þeim mun meiri,“ sagði hún einnig.

Hún sagði að líklega finni einhverjir fyrir slíkum einkennum núna vegna hins mikla veðurmunar sem hefur verið á landinu í sumar. Ský og súld hafi oft verið í Reykjavík á meðan sólin hefur leikið við fólk á Norður- og Austurlandi. „Svo eru það samfélagsmiðlarnir sem gera okkur óleik. Því það lítur út á fésbókinni eins og allir séu að gera svo ógeðslega skemmtilega hluti alltaf og að allir aðrir séu svo ofboðslega hamingjusamir. Vandinn er að við sjáum inn í okkur en ekki hvað bærist innra með öðrum og hvernig þeim raunverulega líður. Við erum þannig að bera okkar innra saman við ytra yfirborð annarra og fólk ber það alls ekkert alltaf með sér hvernig því líður,“ sagði hún.

Hún benti einnig á streituvalda sem fylgja sumrinu. Hærri útgjöld vegna sumarfría, álag vegna þess að börnin eru heima og skortur á rútínu. Svefn fari úr skorðum, fólk drekki meira á sumrin og það auki kvíða og depurð, að minnsta kosti daginn eftir.

Hún sagði ýmislegt sé hægt að gera til að takast á við sumardepurðina: „Að stilla væntingum í hóf, þetta þarf ekkert að vera geðveikt og maður getur ekki verið glaður alltaf. Eins að minna okkur á að þó fólk líti út fyrir að vera alltaf að vera að gera geggjaða hluti, er veruleikinn ekki alltaf þannig. Það er ekki allt sem sýnist og mönnum líður misjafnlega á sumrin enda er lífið oft á tíðum erfitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir