fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Reykjavík gefur Kjartani grænt ljós á 38 íbúðir í Skipholti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á nýtingu húsnæðisins við Skipholt 1. Í afgreiðslunni segir að sótt hafi verið um leyfi til þess að innrétta þar 38 íbúðir í stað hótels, að byggja svalir á götuhlið og svalagang á garðhlið. Sótt var um að byggja ofan á húsið, en fallið var frá þeirri ósk.

Vefurinn eirikurjonsson.is greinir frá.

Húsið við Skipholt 1 hefur svo sannarlega munað fífil sinn fegurri. Þar var áður til húsa Listaháskóli Íslands og Kvikmyndaskólinn en árið 2017 fékkst leyfi til þess að breyta því í 84 herbergja hótel fyrir 170 gesti.

Eigandi hússins er Kjartan Gunnarsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kjartan hefur verið stórtækur í fjárfestingum undanfarin ár.

Hér að neðan má sjá mynd af húsinu eins og það er í dag og teikningar af húsinu frá Arkís, eins og það verður með nýsamþykktum breytingum.

mynd/Arkís
mynd/skjáskot google maps
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Segir flugöryggi ógnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum