fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sóttvarnalæknir boðar fólk í bólusetningu aftur í tímann

Heimir Hannesson
Mánudaginn 7. júní 2021 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú líður senn að lokum hins mikla bólusetningarátaks íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Röð síðustu árganganna sem bólusettir verða voru fyrir helgi dregnir út í strangheiðarlegu lottói á skrifstofu heilsugæslunnar í Mjóddinni.

Þess á milli hafa svo íbúar höfuðborgarsvæðisins verið að fá SMS um boðun í bólusetningu með „afgangs“ bóluefni. Það stafar af því að bóluefni sem búið er að blanda í sprautur hefur takmarkað geymsluþol. Hefur það jafnframt verið gagnrýnt hve lítill tími fólki hefur gefist til þess að bregðast við og væntanlegir þiggjendur bóluefna sést á harðaspretti í átt að Laugardalshöll þar sem bólusetningin fer fram.

Stemninguna fangaði Vísir í síðustu viku með ódauðlegu myndbandi af téðum hlaupagörpum við Laugardalshöll undir ljúfum tónum Bruce Springsteen. Lagið „Born to Run“ hefur aldrei átt betur við. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Nú virðist sóttvarnalæknir hafa farið eitthvað fram úr sér, því í SMSi sem send voru út klukkan 12:32 er fólk boðað í bólusetningu klukkan 11:30, klukkutíma áður en SMSið er sent út. Þá er það jafnframt sérstaklega tekið fram að bóluefnið renni út á slaginu 12:00.

Hvort um mistök hafi verið að ræða eða tröllatrú Þórólfs á tímaflakki, liggur ekki fyrir. Almenn skynsemi bendir til hins fyrra, þó hitt væri vissulega skemmtilegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv