fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Play – Kynna niðurstöðuna í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn lauk hlutafjárútboði flugfélagsins Play. Eftirspurnin í því var góð eða áttföld. Stefnt er að því að kynna niðurstöður útboðsins í dag. Alls bárust um 4.600 áskriftir að upphæð 33,8 milljarða króna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Andra Ingasyni, sérfræðingi í fyrirtækjaráðgjöf hjá Arctica Finance sem sá um útboðið, að eftirspurnin hafi verið umfram væntingar. „Þetta er virkilega jákvætt og sýnir að fjárfestar, bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, vilja taka þátt í þessari vegferð með okkur,“ er haft eftir honum.

Stefnt var að því að safna fjórum milljörðum króna. Stjórn Play fundaði í gærkvöldi til að fara yfir áskriftirnar. 6,7 milljarðar bárust í gegnum áskriftarleið A og rúmlega 27 milljarðar í gegnum áskriftarleið B.

Morgunblaðið hefur eftir Kristjáni Sigurjónssyni, ritstjóra ferðavefsins Túrista, að eftirspurnin sé áhugaverð í ljósi þess að félagið sé rétt farið af stað með rekstur. Spurning sé hvort þetta byggist á væntingum um að rekstur þess gangi vel eða hvort reiknað sé með að rekstur Icelandair komist ekki á sama skrið og áður var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“