fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sóldís segist hafa orðið fyrir fordómum á sjúkrahúsinu á Akureyri – „Þau héldu í alvöru að ég væri bara að selja kynlíf“ – „Ég fór að gráta á biðstofunni“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 26. júní 2021 15:38

Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóldís Nancy Jónsdóttir segist hafa orðið fyrir sárri reynslu þegar hún mætti nýverið á sjúkrahúsið á Akureyri. Sóldís hafði verið með verk hægra megin í bakinu og ákvað að leita sér aðstoðar. „Læknirinn sem ég hitti segir að þetta séu mjög líklega nýrnasteinar þannig ég er send heim með sýklalyf,“ segir Sóldís í samtali við DV um málið.

Eftir að Sóldís hafði tekið sýklalyfin  leið vika án þess að verkurinn dvínaði. „Þetta var ekkert búið að batna þannig ég mæti aftur og þau skilja ekki hvað sé í gangi, Þá fæ ég„sérfræðing“ inn til mín til að skoða mig,“ segir Sóldís en það sem gerðist næst kom henni í opna skjöldu. Þannig er mál með vexti að Sóldís heldur uppi OnlyFans-síðu og selur þar erótískt myndefni. DV tók viðtal við Sóldísi í apríl þar sem hún opnaði sig um það hvernig það er að vera á Only-Fans en sérfræðingurinn hafði greinilega lesið þá frétt og kannaðist því við Sóldísi.

Sjá einnig: Sóldís selur erótískt myndefni á netinu – „Ég heyrði fyrst í mömmu og hún sagði „go for it““

„Það fyrsta sem hún segir við mig er: „Ég ætla að vera hreinskilin og segja þér að við erum búin að lesa fréttina um þig, hvað ert þú að gera á þessu?“ Og ég svara og segi henni að ég selji einungis erótísk myndbönd og myndir. Þá spyr hún mig hvort ég sé líka að sofa hjá fólki í gegnum þetta sem ég harðneita,“ segir Sóldís. „Ég segist vera í sambandi og að ég sé bara að sofa hjá kærastanum mínum en það sást vel á andlitinu hennar að hún var ekkert að trúa mér.“

„Þarna fékk ég alls ekkert val“

Eftir þetta var Sóldís send aftur á biðstofuna. Síðar fékk hún að hitta annan hjúkrunarfræðing sem segir henni að hún þurfi að skila inn þvagprufu svo hægt sé að athuga hvort hún sé með klamydíu. „Ég sagði bara að það væri minnsta málið í heimi en síðan sagði hún mér líka að ég væri að fara á kvennadeild og hún ætlaði að fylgja mér þanngað því ég væri að fara hitta kvensjúkdómalækni,“ segir Sóldís. „Þarna leið mér mjög illa því mér leið eins og allir þarna væru bara að hugsa að ég væri eitthvað skítug. Að þau héldu í alvöru að ég væri bara að selja kynlíf í gegnum OnlyFans.“

Sóldís fór þá til kvensjúkdómalæknisins. „Ég mæti óundirbúinn til kvensjúkdómalæknis sem mér fannst mjög vont vegna þess að eftir að ég lenti i kynferðislegu ofbeldi þá vil ég fá að undirbúa mig vel andlega áður að ég mæti til kvensjúkdómalæknis. Þarna fékk ég alls ekkert slíkt val,“ segir hún. Í skoðuninni fannst ekkert óðlilegt né í þvagprufunni. Sóldís var ekki með neinn kynsjúkdóm. „Allt kom fullkomlega vel út frá kvensjúkdómalækninum og ekkert kom úr þvagprufunni þannig þá var ég loksins send i myndatöku og skoðuð almennilega fyrir verkinn í bakinu á mér,“ segir hún.

„Ég er bara ennþá að reyna að ná mér eftir að hafa verið neydd til kvensjúkdómalæknis, ég hef ekkert slæmt um lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða kvensjúkdómalækninn að segja. Það var þessi sérfræðingur sem bara rústaði sjálfstraustinu mínu þarna með þessum athugasemdum sínum og mér leið ömurlega. Ég fór að gráta á biðstofunni því ég var svo lítil í mér eftir þetta. Mér fannst eins og enginn væri að hlusta á mig þegar ég var alltaf að segja að ég væri bara að sofa hjá kærastanum mínum og að ég hefði engar áhyggjur að hann væri að sofa hjá öðrum en mér.“

Vill að fólk hætti með þessa fordóma

Sóldís segir að lokum að það séu fordómar í samfélaginu gagnvart fólki eins og henni sem heldur uppi OnlyFans-síðu. „Ég vil bara að fólk hætti með þessa fordóma, þetta er vinna eins og hver önnur. Þetta er bara okkar líkami og hvað við gerum við hann á ekki að skipta öðru fólki svona miklu máli, þau á spítalanum hefðu getað sleppt þessu OnlyFans kommenti til dæmis og sagt frekar að þetta hljómi eins og þetta gæti verið klamydía.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Í gær

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv