fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Fréttir

Saksóknari krefst ævilangs eða 20 ára fangelsis vegna brunans – Vísað til laga frá 1281 um „óðs manns víg“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæruvaldið gerir þá kröfu að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi en til vara 20 ára fangelsi fyrir að hafa lagt eld að Bræðraborgarstíg 1 síðasta sumar og orsakað þannig dauða þriggja og um leið sýnt tíu til viðbótar banatilræði. Þetta kom fram í máli Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara hjá aðstoðarhéraðssaksóknara, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins, rétt í þessu. Marek er jafnframt ákærður fyrir brennu og brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á lögreglumenn við handtöku hans hjá rússneska sendiráðinu.

Þá krefst ákæruvaldið að Marek greiði sakarkostnað sem er metinn á rúmar sjö milljónir.

Marek hefur verið metinn ósakhæfur af geðlæknum en dómarar eru ekki bundnir af því mati og geta því dæmt hann sakhæfan og þá til þess að sæta hefðbundinni fangelsisvist.

Fordæmi eru fyrir því að Héraðsdómur dæmi ævilangt fangelsi, en Hæstiréttur mildaði þá refsinguna. Í hegningarlögum segir að dæma megi menn í allt að 16 ára fangelsi, 20 ár ef sérstök tilefni eru fyrir hegningarauka, eða ævilangt.

Að lokum gera 17 fórnarlömb brunans eða ættingjar þeirra kröfur um bætur. Guðbrandur Jóhannesson réttargæslumaður í málinu, skipti lagagrundvelli fyrir bótakröfu fórnarlamba brunans í tvennt eftir því hvort Marek yrði dæmdur sakhæfur eða ekki. Færi svo að dómur dæmdi Marek ósakhæfan byggir Guðbrandur bótakröfu sína á lögum frá árinu 1281, nánar tiltekið á Jónsbók. Í „8. kap“ Jónsbókar, sem er enn hluti íslensks löggjafar, segir, á góðri íslensku:

Ef óðr maðr brýst ór böndum ok verðr hann manns bani, þá skal bæta af fé hans … ef til er … En ef óðr maðr særir mann, þá skal arfi uppi láta vera sárbætr ok læknisfé af fé hins óða.

Dæmi er um að dæmt hafi verið eftir kaflanum í nútímaréttarsögu og hafa þá menn verið dæmdir til þess að greiða bætur þrátt fyrir ósakhæfi sökum geðveikinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu
Fréttir
Í gær

Er það rétt af útvarpsstöðvum landsins að taka Auð úr spilun? – Taktu þátt í könnun

Er það rétt af útvarpsstöðvum landsins að taka Auð úr spilun? – Taktu þátt í könnun
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja Bræðraborgarstígsmálinu – Boltinn nú í höndum Stefáns Karls

Ríkissaksóknari mun ekki áfrýja Bræðraborgarstígsmálinu – Boltinn nú í höndum Stefáns Karls
Fréttir
Í gær

Snapchat-perrinn er Kompásperrinn Hörður – Fyrrverandi lögreglumaður á sjötugsaldri handtekinn

Snapchat-perrinn er Kompásperrinn Hörður – Fyrrverandi lögreglumaður á sjötugsaldri handtekinn
Fréttir
Í gær

Hrikalegar skemmdir á bílum í bílastæðahúsi borgarinnar – Leigði stæði í þeirri trú að húsið ætti að vera læst

Hrikalegar skemmdir á bílum í bílastæðahúsi borgarinnar – Leigði stæði í þeirri trú að húsið ætti að vera læst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Persónunjósnamálið á Bessastöðum – Engin svör berast frá lögreglu eða forsetaembættinu – „Ég sagðist ekki ætla að svara neinu“

Persónunjósnamálið á Bessastöðum – Engin svör berast frá lögreglu eða forsetaembættinu – „Ég sagðist ekki ætla að svara neinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir morð í Rauðagerðismálinu en gengur laus á Íslandi – Sleppt úr haldi í síðustu viku

Ákærður fyrir morð í Rauðagerðismálinu en gengur laus á Íslandi – Sleppt úr haldi í síðustu viku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari hraktist úr íbúð í Skuggahverfinu: Kannabisfnykur og lögregluheimsóknir

Siggi hakkari hraktist úr íbúð í Skuggahverfinu: Kannabisfnykur og lögregluheimsóknir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir segir fyrirséða hættu á alvarlegum læknamistökum á bráðamóttökunni – „Þöggun og afskiptaleysi“

Læknir segir fyrirséða hættu á alvarlegum læknamistökum á bráðamóttökunni – „Þöggun og afskiptaleysi“