fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Saksóknari krefst ævilangs eða 20 ára fangelsis vegna brunans – Vísað til laga frá 1281 um „óðs manns víg“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæruvaldið gerir þá kröfu að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi en til vara 20 ára fangelsi fyrir að hafa lagt eld að Bræðraborgarstíg 1 síðasta sumar og orsakað þannig dauða þriggja og um leið sýnt tíu til viðbótar banatilræði. Þetta kom fram í máli Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara hjá aðstoðarhéraðssaksóknara, sem sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins, rétt í þessu. Marek er jafnframt ákærður fyrir brennu og brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á lögreglumenn við handtöku hans hjá rússneska sendiráðinu.

Þá krefst ákæruvaldið að Marek greiði sakarkostnað sem er metinn á rúmar sjö milljónir.

Marek hefur verið metinn ósakhæfur af geðlæknum en dómarar eru ekki bundnir af því mati og geta því dæmt hann sakhæfan og þá til þess að sæta hefðbundinni fangelsisvist.

Fordæmi eru fyrir því að Héraðsdómur dæmi ævilangt fangelsi, en Hæstiréttur mildaði þá refsinguna. Í hegningarlögum segir að dæma megi menn í allt að 16 ára fangelsi, 20 ár ef sérstök tilefni eru fyrir hegningarauka, eða ævilangt.

Að lokum gera 17 fórnarlömb brunans eða ættingjar þeirra kröfur um bætur. Guðbrandur Jóhannesson réttargæslumaður í málinu, skipti lagagrundvelli fyrir bótakröfu fórnarlamba brunans í tvennt eftir því hvort Marek yrði dæmdur sakhæfur eða ekki. Færi svo að dómur dæmdi Marek ósakhæfan byggir Guðbrandur bótakröfu sína á lögum frá árinu 1281, nánar tiltekið á Jónsbók. Í „8. kap“ Jónsbókar, sem er enn hluti íslensks löggjafar, segir, á góðri íslensku:

Ef óðr maðr brýst ór böndum ok verðr hann manns bani, þá skal bæta af fé hans … ef til er … En ef óðr maðr særir mann, þá skal arfi uppi láta vera sárbætr ok læknisfé af fé hins óða.

Dæmi er um að dæmt hafi verið eftir kaflanum í nútímaréttarsögu og hafa þá menn verið dæmdir til þess að greiða bætur þrátt fyrir ósakhæfi sökum geðveikinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv