fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Fær að gjalda fyrir berserksgang í Stykkishólmi – Skildi eftir sig slóð eyðileggingar í ránsferð

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 22:30

Stykkishólmur mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður, búsettur á Stykkishólmi, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir röð innbrota og skemmdarverka sem hann framdi í heimabæ sínum í mars í fyrra. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir að hafa verið löglega boðaður og var fjarvist hans lögð að jöfnu við játningu hans, samkvæmt lögum þar um.

Ljóst er að mikið hefur gengið á í lífi mannsins þessa örlagaríku daga í byrjun mars í Stykkishólmi í fyrra. Þann 1. mars mun maðurinn hafa brotist inn í vigtaraskúrinn í Hafnargötu 6 í bænum og stolið þaðan tveimur USB lyklum, Motorola hleðslustöðvum, vasaljósi, Masterlock lyklahúsum og Milwaukee skrúfuvél.

Þá var maðurinn fundinn sekur um að hafa, það sama kvöld, farið inn í Smiðjustíg 3 í leyfisleysi með því að brjóta rúðu í útidyrahurð og stolið þaðan Zo-on húfum, þremur 66°Norður húfum, Cintamani peysu, hálsmenum, lyklakippum, rauðvínsflöskum og 18 þúsund krónum í reiðufé.

Tveim dögum síðar, 3. mars í fyrra, mun maðurinn hafa farið inn í Ráðhúsið í Stykkishólmi við Hafnargötu 3 með því að brjóta rúðu í hurð við aðalinnganginn og stolið þaðan sjö lyklum í glærum plastpoka og 13 lyklum á öðrum lyklakippum. Hvað vakti fyrir manninum kemur ekki fram í skjölum málsins. Þetta sama þriðjudagskvöld, 3. mars, fór hann inn í Aðalgötu 1 í húsnæði Agustson ehf. með því að brjóta þar rúðu.

Loks var maðurinn dæmdur fyrir að hafa á tímabilinu 28. febrúar til 3. mars brotið rúðu í kyrrstæðri rútu af gerðinni Mercedes Benz Sprinter og tæmt úr slökkvitæki inn í bílinn. Var skemmdarvargurinn dæmdur til þess að greiða 188 þúsund króna í bætur vegna skemmdarverkanna á rútunni.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi í þrígang gengist undir lögreglustjórasáttir, að minnsta kosti einu sinni vegna fíkniefnamáls, og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“