fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Lækkun hámarkshraða gæti dregið úr mengun

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 15:36

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, 1. nóvember til 15. apríl, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks (PM10) og um leið sliti gatna. Þetta kemur fram í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis-og auðlindafræði og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um áhrif hraða á mengun vegna umferðar. Niðurstöðurnar sýna að með því að draga úr umferðarhraða mætti draga töluvert úr framleiðslu svifryks og þar með sliti gatna.

Fyrir bíl á ónegldum dekkjum er samdrátturinn í magni svifryks (PM10) við að draga úr hraða úr 90 í 70 km/klst, 70 í 50 km/klst og 50 í 30 km/klst 22%, 24% og 27%. Fyrir bíl á nagladekkjum er samdrátturinn 31%, 37% og 47%, fyrir sambærileg stökk úr 90 km/klst í 30 km/klst. Því mætti búast við um 40% samdrætti í magni svifryks ef helmingur bílaflotans er á nagladekkjum og hraðinn færður úr 50 í 30 km/klst.

Mengun vegna umferðar er þekkt vandamál og á Íslandi er það svifryk sem oftast veldur því að loftgæði versna og fara yfir heilsuverndarmörk. Magn mengandi efna er meðal annars háð hraða ökutækis, en það samband fer eftir tegund mengunar og ökutækis.

Útblástur, bremsuslit og vegslit vegna ónegldra dekkja er á bilinu 5 – 10 mg/km/veh af svifryki (PM10) við 50 km/klst, en nagladekk slíta vegum 20-30 falt hraðar en ónegld dekk, því yfirgnæfa nagladekk framleiðslu svifryks vegna umferðar.

Með því að reikna tilurð svifryks fyrir nýlegan bíl er hægt að sjá hlutfallslegt mikilvægi þeirra ferla sem þar leggja til. Ef á ónegldum dekkjum þá er útblástur (7%) og slit á bremsum (33%), dekkjum (21%) og vegum (39%). Fyrir bíl á nagladekkjum er mikill meirihluti svifryksframleiðslunnar vegna vegslits (92%).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum