fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Reykti kannabis í beinni útsendingu – „Sjáum hvert þetta tekur okkur“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 18:35

Harmageddon-bræður fyrir framan höfuðstöðvar Sýn. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er tímamótamarkandi útvarp hérna, þú ert að fara að fá þér smók af kannabisi í beinni útsendingu. Við sjáum hvert þetta mun taka okkur, kannski kemur lögreglan hingað og bankar á hurðina,“ sagði Frosti Logason, annar stjórnenda útvarpsþáttarins Harmageddon, í þætti dagsins en Arnfinn á Birtuni, kannabisaktívisti, mætti til þeirra í þáttinn í dag.

Í dag er 20. apríl en það er einmitt nokkurs konar fagnaðardagur kannabisnotenda um allan heim. Stafar það af því hvernig dagsetningin er skrifuð á ameríska mátann, 4/20, en tölurnar fjórir og tuttugu hafa saman gjarnan verið kenndar við kannabisnotkun.

Það var því viðeigandi að Arnfinn hafi mætt í þáttinn til Harmageddon-bræðra og rætt um kannabis. Arnfinn er frá Færeyjum en þar fær hann grasið sitt löglega í gegnum lækni. Hann kom til landsins með Norrænu og lenti í smá veseni þar vegna kannabisins sem hann hafði í för með sér. Arnfinn vill meina að samkvæmt viðskiptasamningum sem Ísland hefur gert í sambandi við Schengen-samstarfið sé kannabisið hans í raun löglegt hér á landi.

Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir Arnfinn að koma með kannabisið inn í landið. Þegar hann kom til landsins var honum tilkynnt að þetta væri ólöglegt hér og var því efnið sem fannst á honum tekið af honum. Hann var þó með meira af kannabisi sem fannst ekki og mætti hann með hluta af því í útvarpsþáttinn í dag.

„Kannski mun ég sitja hérna hlægjandi eins og klikkhaus því ég verð skakkur eftir mínútu. Það eru sumir sem halda að maður verði það með þessu, heimskur og svoleiðis,“ sagði Arnfinn áður en hann reykti efnið í hljóðverinu á Suðurlandsbrautinni þar sem þátturinn er tekinn upp og honum útvarpað.

„Við erum hérna með löglegt kannabis, uppáskrifað, og hann er að smóka þetta hérna í beinni útsendingu. Já, já, þetta er áhugavert. Þarna höfum við kannabisreykinn hérna á X-inu 977,“ segir Frosti þegar Arnfinn byrjar að reykja í beinni.

Arnfinn segir í þættinum að hann eigi að reykja efnið á um þriggja tíma fresti. Frosti spyr hann hvort það hafi ekki slæm áhrif á hann að reykja kannabis svona ört og mikið. „Ef þú tekur það mjög reglulega þá held ég að þetta hafi ekki þessi áhrif á þig en það eru bara vísindi sem ég er að grípa í lausu lofti,“ segir Arnfinn við því.

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Arnfinn í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kompany krotar undir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“