fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Pétur Markan fékk nóg og er hættur – „Samfylkingin breyst í pólitískt jaðarsamfélag vina“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 13:30

mynd/Ernir samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur G. Markan, fyrrum sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og núverandi upplýsingafulltrúi Biskupsstofu er hættur í Samfylkingunni. Þessu lýsir hann yfir í bréfi til Samfylkingarinnar sem hann birti á Facebook síðu sinni í morgun.

Pétur segist þar hafa heillast af Samfylkingunni á stofnfundi flokksins í Borgarleikhúsinu þar sem hann var staddur með móður sinni og hafa heillast. „Ég hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað,“ segir Pétur.

„Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina,“ skrifar hann þá. „Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun.“

Pétur segist jafnframt ekki hafa viljað gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn og lestur á sameiginlegu spjalli flokksins á netinu hafi fengið hann til þess að hugsa hvort ekki væri ljós að finna annars staðar.

„Um leið og ég þakka fyrir gönguna, samstarfið og allar góðar stundir og óska flokknum gleði og hamingju segi ég mig úr Samfylkingunni með þessum pósti.“

Úrsögn Péturs er nýjasta vendingin í síharðnandi innanflokksátökum innan Samfylkingarinnar. Í síðustu viku sagði Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri flokksins og reynslubolti úr fjölmiðlaheiminum, starfi sínu lausu vegna samskiptavanda við Kjartan Valgarðsson, nýkjörinn formann framkvæmdastjórnar flokksins.

Flokkadrættir í kjölfar varaformannskjörsins þar sem Helga Vala Helgadóttir tapaði fyrir Heiðu Björg Hilmisdóttur eru oft nefndir sem ástæða ósættisins. Aðferð Samfylkingarinnar við val á frambjóðendum í Reykjavík er þá sagt hafa lagst illa í flokksmenn, en þá var sá háttur hafður á að hafa leiðbeinandi og óbindandi kosningu meðal flokksmanna í borginni. Að endingu fékk Ágúst Ólafur Ágústsson sparkið frá flokksmönnum og í hans stað kom Kristrún Frostadóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“