fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Jón Sigurður um umdeild ummæli Victoriu – „Vilja svipta fólk ærunni að ósekju“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 10:26

Mynd/Samsett - Mynd af Victoriu: IMDb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver man ekki eftir Viktoríu Abril, sem við Íslendingar tókum ástfóstri við eftir að hún fór með hlutverk föngulegrar flamingódansmeyjar í myndinni 101 Reykjavík?“

Að þessu spyr Jón Sigurður Eyjólfsson rithöfundur í pistli sem birtist í Fréttablaði dagsins í dag. „Nú hefur hún einn ganginn enn skipt um hlutverk en þegar hún var að taka við verðlaunum, nú nýverið, tókst henni á tíu mínútum að umbreytast úr ástsælli leikkonu í persona non grata og nýjasta skotspón níðþeytifólks,“ segir Jón en spænska leikkonan Victoria Abil lenti illa í því eftir ummæli sín á verðlaunaafhendingunni sem um ræðir. Ummælin eru umdeild og hafa vakið mikla athygli í spænsku pressunni.

„Við þetta tækifæri hætti hún sér nefnilega út á þann þunna ís að lýsa skoðun sinni á kórónaveirunni, sem hún sagði vera eins og hverja aðra veiru sem leiddi árlega vissan fjölda fólks til dauða án þess að nokkur gripi til nokkurra neyðarráðstafana. Fór hún mikinn og kallaði þetta kóróna-sirkus og tók ekki í mál að bera grímu.“

Jón Sigurður óttast það að fólk geti ekki sagt sína skoðun, jafnvel þó þær séu taldar vera hættulegar. „Fólki rann blóðið til skyldunnar að taka upp hanskann fyrir þá sem væru nógu hrifnæmir til að falla fyrir ræðu hennar, þar sem um stórhættulegar skoðanir væri að ræða, og hver sá sem vettlingi gat valdið fór háðulegum orðum í fjölmiðlum um gáfnafar hennar og eðlisfar. Vissulega var ekki langt í þá kröfu að hún yrði svipt verðlaunum,“ segir hann.

Að lokum segist Jón ekki ætla að draga úr alvarleika veirunnar skæðu þar sem hún muni líða hjá. „En aldrei fennir yfir framgang þeirra sem vilja svipta fólk ærunni að ósekju. Ég ætla heldur ekki að gera lítið úr sársaukanum sem það kann að valda þegar einir halda fram skoðunum sínum,“ segir hann. „En þar sem ég þekki ágætlega fortíð ættjarðar hennar Viktoríu óttast ég miklu fremur þann dag er allir neyðast til að vera á sömu skoðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi