fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Eftirlýstur maður handtekinn – Göngukona datt – Braut rúðu í lögreglubifreið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 20 var maður handtekinn í miðborginni en hann er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann reyndist einnig vera eftirlýstur og var því vistaður í fangageymslu. Um klukkan 19.30 datt göngukona á merktri gönguleið nærri Hafravatni. Hún hlaut áverka á öxl og var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðborginni en ítrekað hafði verið kvartað yfir honum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Klukkan 22 var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið, sem röng skráningarnúmer voru á, í Garðbæ. Hann viðurkenndi brotið og voru skráningarnúmeri fjarlægð af bifreiðinni.

Á ellefta tímanum var ökumaður handtekinn í Hafnarfirði en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og eignaspjöll en hann braut rúðu í lögreglubifreið. Hann var vistaður í fangageymslu. Farþegi í bifreiðinni endaði einnig í fangageymslu en hann er grunaður um vörslu fíkniefna.

Skráningarnúmer voru klippt af 11 bifreiðum í Kópavogi og Árbæ í gærkvöldi og nótt en þær höfðu ekki verið færðar til skoðunar og/eða voru ótryggðar.

Á sjötta tímanum í gær var ökumaður handtekinn í Árbæ, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Börn voru í bifreiðinni og komu barnaverndaryfirvöld því að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna