fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: Segir lögreglumenn ekki sofa og rannsóknin sé enn á byrjunarreit

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 19:37

Margeir Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf hafa stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á morðinu sem framið var í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Sjö eru í gæsluvarðhaldi og tveir eru í farbanni. Af þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi er ein kona og sex karlmenn.

Að sögn Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, sem stýrir rannsókninni, er rannsóknin mjög umfangsmikil og er í raun enn á byrjunarreit. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

20 til 30 manns vinna að rannsókninni og segir Margeir við Fréttablaðið að fyrstu vikuna hafi fólk jafnvel ekki sofið neitt. Gífurlega mikil vinna fer í að yfirheyra fólk af ólíku þjóðerni með aðstoð túlka og yfirfara tölvugögn sem haldlögð hafa verið.

Meðal þeirra sem sitja í gærsluvarðhaldi er albanskur maður sem grunaður er um að hafa skotið Armando Begirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er konan sem situr í gæsluvarðhaldi unnusta mannsins sem grunaður er um árásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“