fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hlíðaskóla lokað í tvo daga eftir bylgju af smitum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. desember 2021 17:38

Hlíðaskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólastarf verður fellt niður næstu tvo daga í Hlíðaskóla vegna fjölmargra Covid-smita sem hafa blossað upp á síðustu dögum. Í tilkynningu á vef skólans kemur fram að tekin hafi verið ákvörðun í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld að fella niður kennslu í 1-10.bekk á morgun, mánudaginn 6. desember og þriðjudaginn 7. desember.

Áður en skólastarf hefst aftur þurfa síðan allir nemendur að gangast undir Covid-próf, helst seinnipart þriðjudags, áður en þeir mæta aftur í skólann. Með þessari aðgerð vonast skólastjórnendur og sóttvarnaryfirvöld til þess að hefta útbreiðslu smita.

Samkvæmt heimildum DV komu upp á annan tug smita í skólanum síðustu daga, þvert á árganga, og því hafi fjölmargir nemendur þegar verið komnir í sóttkví. Þeir nemendur eru hvattir til þess að fara í PCR próf en aðrir nemendur geta látið hraðprófa duga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“