fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Afsöguð tré og brotinn kross í kirkjugarðinum – „Ömurlegt að skemma svona og hafa ekki einu sinni samband við ættingja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Elísabet Erlendsdóttir, sem býr á Breiðdalsvík, er afar ósátt við aðkomu að leiði ástvina í Heydalakirkjugarði, skammt frá Breiðdalsvík. Er hún vitjaði um leiði föðurbróður síns, sem lést 14 ára, og ömmu sinnar, sá hún að búið var að saga niður af trjám sem faðir hennar gróðursetti hjá leiðunum, niður í um 1,0-1,5 m frá jörðu. Kross á leiði ömmu Rósu er síðan brotinn og virðist Rósu sem tré, sem var afskorið, hafi fallið ofan á krossinn og hann brotnað þannig. Hún getur þó ekki staðfest það.

„Mér finnst ömurlegt að skemma svona og hafa ekki einu sinni samband við ættingja,“ segir Rósa í Facebook-færslu sem hún skrifaði um málið, og enn fremur:

„Ég er bara mjög sár og einnig reið yfir þessu og segi bara við þann sem vann þetta verk, þetta var mjög lélegt hjá þér skammastu þín.“

Þökulagt yfir blóm

Í samtali við DV segir Rósa að hana gruni að margir íbúar séu ósáttir við umgengni starfsmanna kirkjugarðsins við leiði ástvina sinna eftir vinnu í garðinum undanfarið. Nefnir hún sem dæmi að maður einn hafi orðið fyrir því að þökulagt var yfir leiði ástvina hans, yfir blóm sem hann hafið gróðursett á leiðinu. Sjá meðfylgjandi mynd:

 

 

Rósa segist ennfremur ekki sjá gilda ástæðu fyrir því að tréin sem faðir hennar gróðursetti hafi verið söguð svo mikið niður. Þau hafi ekki verið ýkja há og ekki verið fyrir neinum.

Rósa segist ekki hafa fengið nein viðbrögð eftir að hún vakti athygli á þessu og hún sé engu nær um hvað hafi þarna gerst. Systir hennar sendi í gær fyrirspurn á formann sóknarnefndar á staðnum sem ekki hefur verið svarað.

Forsmaður sóknarnefndar er Svandís Ingólfsdóttir. Í samtali við DV sagðist hún ekki hafa komist í að kanna málið þar sem hún sé í öðru starfi og sóknarnefndarformennskan sé hlutastarf. Hún hafi því engar skýringar á þessari umgengni. Rósa muni þó án nokkurs vafa verða upplýst um hvað þarna hafi gerst og málið leyst í samvinnu við hana. „Ég þyrfti bara að komast þarna á staðinn í björtu,“ segir hún. „Ég veit að það var verið að taka brotin tré og allavega þarna en ég get ekki sagt neitt nákvæmlega um það. Ég get í rauninni ekki tjáð mig neitt um þetta við þig núna,“ segir Svandís ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann