fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Aðstoðarmaður heimsmeistarans úthrópaður sem svikari – Dagar hans í rússneska landsliðinu mögulega taldir

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. desember 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og heimsbyggðin veit tryggði Magnus Carlsen sér heimsmeistaratitilinn í skák í fimmta skipti síðastliðinn föstudag. Þá lagði hann áskoranda sinn, hinn rússneska Ian Nepomniachtchi, að velli í elleftu skák einvígisins. Það þýddi að Norðmaðurinn hafði önglað saman 7,5 vinningum gegn 3,5 vinningum Nepó og þar með lauk einvíginu þar sem Rússinn gat ekki náð þeim vinningafjölda í þeim þremur skákum sem eftir voru.

En það er ekki sannfærandi sigur Carlsen sem hlotið hefur athyglina í skákmiðlum heimsins heldur meint svik landa hans, ofurstórmeistarans Daniil Dubov.

Her aðstoðarmanna á bak við hvern keppanda

Þegar teflt er um heimsmeistaratitilinn í skák er það venjan að keppendurnir koma sér upp liði aðstoðarmanna. Talsverð leynd hvílir yfirleitt yfir því hvaða skákmenn það eru sem aðstoða keppendurna enda gæti vitneskjan um það nýst andstæðingunum – til dæmis til að veðja á hvaða byrjanir gætu litið dagsins ljós á skákborðinu.

Skömmu eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn birti teymið á bak við Carlsen skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum þar sem upplýst var hvaða skákmenn það voru sem aðstoðuðu Norðmanninn. Þar voru kunnguleg nöfn eins og danski stórmeistarinn Peter Heine Nielsen, franski stórmeistarinn Laurent Fressinet og þýski stórmeistarinn Jan Gustafsson. Nokkra athygli vakti vera unga hollenska stórmeistarans Jorden van Foreest. Það sem gerði þó marga brjálaða voru þau óvæntu tíðindi að landi Nepomniachtchi, Daniil Dubov, var í liði Carlsen og hjálpaði Norðmanninum að knésetja landa sinn.

Viðbrögðin í garð Dubov voru hörð. Hann var umsvifalaust úthrópaður sem svikari við land og þjóð og voru margir sem kölluðu eftir því að hann yrði aldrei aftur valinn til að keppa fyrir hönd Rússlands. Dubov hefur átt sæti í rússneska landsliðinu, ásamt Nepo, undanfarið og hefur iðulega staðið sig afar vel.

Steinar úr glerhúsi

Á meðal þeirra sem gagnrýndu hann var rússneski ofurstórmeistarinn Sergey Karjakin sem tefldi um heimsmeistaratitilinn við Carlsen árið 2016. Karjakin birti tíst þar sem að hann sagði það óhugsandi að mæta Norðmanninum í einvígi og ætla að kalla til aðra norska stórmeistara til að hjálpa sér.

Reyndar þykir þessi gagnrýni Karjakin vera eins og grjótkast í glerhúsi. Sjálfur er hann nefnilega fæddur í Úkraínu og flutti ríkisborgararétt sinn yfir til Rússlands á fullorðinsárum því að þar fékk hann meiri fjárhagslegan stuðning. Telja því margir að Sergey geti illa tjáð sig um tryggð.

En burtséð frá því deildu margir þessari skoðun og málið flækist síðan enn frekar þegar horft er til fyrri starfa Dubov sem aðstoðarmanns og samherja. Hann vann með Nepomniachtchi um skeið á á árum áður en í síðasta heimsmeistaraeinvígi gekk hann til liðs við teymi Carlsen þegar hann atti kappi gegn Bandaríkjamanninn Fabiano Caruana árið 2018. Að því leyti hefði ekki átt að koma á óvart að Dubov hafi áfram aðstoðað Norðmanninn en krafa rússneskra skákáhugamanna er að hann hefði átt að sjá sóma sinn í að segja sig frá einvíginu þegar í ljós kom að það myndi vera rússneskur skákmaður sem myndi skora Carlsen á hólm.

Betri vinur Carlsen en Nepó

Dubov sá sig knúinn til að tjá sig um málið og samandregið má segja að hann telji það vera storm í vatnsglasi. Hann benti á að undirbúningur fyrir einvígið hafi byrjað áður en ljóst var hver myndi tefla við Carlsen. Nepomniachtchi tryggði sér réttinn með því að vinna áskorendamót átta sterkra skákmanna um mitt ár 2021 og því hefðu það getað verið allra þjóða kvikindi sem kæmust í einvígið stóra.

Þá sagði Dubov að tækifærið sem fælist í því að vinna náið með besta skákmanni sögunnar væri of freistandi. Sjálfur er hann afar metnaðarfullur skákmaður og vantar í raun lítið uppá til að geta jafnvel skorað heimsmeistarann á hólm í náinni framtíð. Hann eygði því þá von að bæta sig sem skákmann með því að aðstoða Carlsen.

Einnig vakti nokkra athygli að Dubov gaf í skyna að honum einfaldlega líkaði betur við Carlsen en landa sinn Nepomniachtchi. Hann sagði andrúmsloftið í æfingabúðum Norðmannsins hafa verið afar vingjarnlegt og skemmtilegt. Magnus legði áherslu á slíkt andrúmsloft á meðan rússneska leiðin væri sú að reyna að fá alla bestu skákmennina saman í undirbúningslið en horfa lítið til þess hvernig andrúmsloftið milli manna væri. Hann sagðist ekki vera í nánasta vinahring rússneska áskorandans og það væri fráleitt að láta málið snúast um þjóðerni þegar um keppni milli einstaklinga væri að ræða.

Áskorandinn Nepomniachtchi hefur sjálfur gert fremur lítið úr málinu þó að hann hafi sagt að rökréttasta ákvörðunin fyrir Dubov hafi verið sú að vera hlutlaus . Hann skaut síðan hressilega á landa sinn með því að segja að hann hefði átt að þakka honum fyrir vinnu sína því að bestu möguleikana hafi hann átt gegn Carlsen í byrjunum sem að rússneski aðstoðarmaðurinn hafði augljóslega undirbúið!

Hvað sem verður telja margir að Dubov hafi málað sig út í horn í rússnesku skáklífi með því að taka að sér verkefnið og að dagar hans í rússneska landsliðinu séu taldir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Í gær

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug