fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna netöryggis

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 17:29

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna,  netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, en unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða.

Í tilkynningunni segir:

„Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum.

Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar.“

Þá er þeim tilmælum komið á framfæri að rekstraraðilar net- og tölvukerfa fari yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti fundist. Og í kjölfarið uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði.

Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann