fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Bergsveinn svarar Ásgeiri og Sverri – „Að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. desember 2021 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að hatrömm deila vegna ásakana í garð Ásgeirs Jónssonar um hugmyndastuld við ritun bókar hans, Eyjan hans Ingólfs, er rétt að byrja. Ásgeir birti í morgun pistil þar sem hann ber af sér ásakanir Bergsveins Birgissonar um að hann hafi við ritun bókarinnar stuðst við bók hans, Leitin að svarta víkingnum, án þess að minnast á hana. Rakti Bergsveinn ítarlega í greinargerð sem hann birti á Vísir.is einstök atriði sem þar sem hann sakar Ásgeir um að taka hugmyndir sína traustataki án þess að geta heimilda.

Ásgeir svaraði fyrir sig í morgun.

Sjá einnig: Ásgeir svarar Bergsveini fullum hálsi – „Ég hef verið þjófkenndur í fyrsta skipti á ævinni“

Ásgeir ber meðal annars fyrir sig að hvorki rit hans sé Bergsveins séu fræðirit og í hans bók sé til dæmis ekki heimildaskrá. Hið sama segir dr. Sverrir Jakobsson í viðtali við Fréttablaðið : „Það er yfirlýst í Svarta víkingnum að þetta sé ekki hefðbundið fræðirit og hún er ekki gefin út hjá ritrýndu forlagi,“ segir Sverrir. Sverrir segir ennfremur um bók Ásgeirs:

„Ég verð að segja mér finnist hún ekki minna mikið á Svarta víkinginn, nema að báðir eru mjög trúir á gildi Landnámu sem sögulegrar heimildar, sem er ekki hefðbundin skoðun meðal miðaldasagnfræðinga.“

Má stela af alþýðufræðimönnum

Þessi punktur þeirra Ásgeirs og Sverris, að bækurnar séu ekki vísindaleg fræðirit, fer mjög fyrir brjóstið á Bergsveini, en hann segir í nýjum pistli um málið:

„Það er hryggilegt að sjá hversu ómálefnalega dr. Ásgeir Jónsson og nú síðast dr. Sverrir Jakobsson hafa valið að svara fyrir meintan hugmyndastuld Ásgeirs úr bók minni Den svarte vikingen (2013) sem kom út í íslenskri gerð árið 2016 undir nafninu Leitin að svarta víkingnum.

Í stað þess að svara málefnalega minni greinargerð sem birtist á Vísi, velja þeir að fara aðra leið, nefnilega að gera mig að alþýðufræðimanni eða ekki „alvöru“ vísindamanni. Ekki er mér ljóst hvort þetta sé gert til að þyrla upp ryki í augu siðanefndar Háskóla Íslands, til þess að málið verði ekki tekið fyrir málefnalega, en hvað sem því líður er átakanlegt að verða vitni að þeirri hugsun sem undir slíkri ásökun hvílir, nefnilega að það sé sjálfsagt að stela af alþýðufræðimanni. Af því hann er ekki alvöru.“

Bergsveinn bendir á að hann sé akademískur fræðimaður og að baki umræddri bók hans liggi áratuga vísindaleg rannsókn:

„Nú virðist dr. Sverrir Jakobsson ekki hafa glöggvað sig á því að ég er doktor í norrænum fræðum, og hef skrifað fjölmargar greinar í vísindaleg tímarit um mitt fag um áratuga skeið. Ekki virðist hann heldur hafa veitt því athygli að nú þegar er vísað í þær tilgátur og kenningar sem birtast í umræddri bók minni í vísindalega ritrýndum textum er fjalla um landnámssögu Íslands.
Að baki Leitinni að svarta víkingnum liggur áratuga vísindaleg rannsókn. En þar geri ég miklu meira en hina akademísku heimavinnu. Ég tók mér tíma í að skrifa skemmtilegan og aðgengilegan texta í því skyni að vekja áhuga á efninu og ná út til breiðari lesendahóps en „félaganna á ganginum“. Mér sýnist það hafa heppnast sæmilega, en þessa aukavinnu nota þeir félagar núna til að gera lítið úr fræðilegu inntaki bókarinnar.“
Bergsveinn segir að Sverrir fari með rangt mál og bók hans sé ritrýnd hjá fræðibókaforlagi. Pistilinn má lesa í heild með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi