fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Aldís krefst afsökunarbeiðni og miskabóta vegna „ógeðfelldra“ ummæla Agnesar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 10. desember 2021 19:00

Aldís Schram og lögmaður hennar Gunnar Ingi Jóhannsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Schram hefur falið lögmanni sínum að senda Agnesi Bragadóttur, fyrrum blaðamanni, kröfubréf vegna ummæla Agnesar sem hún lét falla á Facebook síðu Bryndísar Schram, móður Aldísar fyrr í mánuðinum.

Agnes sakaði þar Aldísi um að hafa beitt sig alvarlegu ofbeldi er Aldís lá inni á Landspítalanum.

Í bréfi Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns sem hann sendi fyrir Aldísar hönd er þess krafist að Agnes biðji Aldísi afsökunar á orðum sínum og að birting á þeirri afsökunarbeiðni fari fram opinberlega, meðal annars á þeim miðlum sem fjölluðu um ummæli Agnesar.

Þá krefst Aldís hálfrar milljónar í miskabætur auk 150 þúsund króna greiðslu vegna lögmannskostnaðar.

Þó nokkrir fjölmiðlar birtu fréttir um skilaboð Agnesar til Bryndísar sem fjölluðu svo til alfarið um Aldísi. Í samtali við DV segist Aldís íhuga stöðu sína gagnvart þeim fjölmiðlum en lýsir sig þó, sem fyrr, reiðubúna til sátta.

Í bréfi Gunnars segir jafnframt að Agnes hafi tíu daga til þess að fallast á kröfu Aldísar, ellegar áskilji hún sér rétt til þess að fara með málið lengra.

Aldís segir í samtali við DV ummæli Agnesar háalvarleg og að um hegningarlagabrot kunni að vera að ræða. Því áskilji hún sér rétt til þess að kæra ummælin til lögreglu.

Gunnar Ingi var einnig lögmaður Aldísar í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, föður hennar, gegn sér. Það mál var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðastliðnum febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“