fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Braut rúður í þremur verslunum í Miðborginni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 07:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt var maður handtekinn í Miðborginni en hann er grunaður um að hafa brotið rúður í að minnsta kosti þremur verslunum.  Maðurinn var með meint fíkniefni i fórum sínum. Hann var vistaður í fangaklefa.

Á sjötta tímanum í gær var einn handtekinn í Miðborginni en hann hafði haft í hótunum við annað fólk og ástand hans var ekki upp á marga fiska. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um innbrot í heimahús í Miðborginni. Þaðan var stolið tölvubúnaði.

Á áttunda tímanum var mjög ölvaður maður handtekinn í verslun í Miðborginni. Hann var mjög viðskotaillur og endaði í fangaklefa.

Í Grafarvogi var tilkynnt um eignaspjöll í fjölbýlishúsi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fyrrum leigjandi er grunaður í málinu.

Um klukkan 21 kom maður að tveimur mönnum sem voru að stela verkfærum úr bifreið hans. Þeir komust undan með þýfið.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“