fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Splunkunýr heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af Omicron-afbrigðinu – „Auðvitað hef ég það“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. nóvember 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, segist hafa áhyggjur af Omicron-afbrigði kórónuveirunnar en næstu dagar og vikur muni leiða í ljós hverjar afleiðingar afbrigðisins verða í heiminum. Willum ræðir málin við Fréttavaktina á Hringbraut sem fer í loftið klukkan 18:30 í kvöld.

Aðspurður um hvort að COVID-19 væri búið svaraði Willum því til að það hefði nú verið ánægjulegt fyrsta verk í embætti heilbrigðisráðherra að fá að koma með slíka yfirlýsingu, en því miður væri það ekki svo.

„Nei því miður, það væri nú skemmtilegt ef ég gæti hér á fyrsta degi lýst því yfir að COVID væri búið, en svo er ekki. En ég vil líka segja að bæði sá ráðherra sem var hér á undan mér, Svandís Svavarsdóttir, og sóttvarnayfirvöld – sem við köllum –  Þórólfur, Alma og Víðir. Mér finnst þau hafa gert þetta afskaplega vel hingað til og auðvitað þjóðin öll. Og það er mjög mikilvægt að taka bara á þessum málum áfram að yfirvegun, skynsemi og svona læra eftir því sem við tökum skrefin.“

Willum var spurður út í Omicron-afbrigðið og hvort hann hefði áhyggjur af því.

„Já auðvitað hef ég það á meðan við erum svona að afla upplýsinga um það hvaða áhrif það hefur. Við sjáum mjög svona skjót og harkaleg viðbrögð víða þar sem flugleiðum er lokað, og þar fram eftir götum, en við eigum eftir að sjá svona á næstu dögum og vikum hvaða usla þetta afbrigði veldur.“

Klippuna úr viðtalinu má sjá hér fyrir neðan en viðtalið í fullri lengd má sjá í Fréttavaktinni á Hringbraut klukkan 18:30 í kvöld.

Frettavaktin: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
play-sharp-fill

Frettavaktin: Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Hide picture