fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fréttir

Öfgar svara skrifum Jóns Steinars fullum hálsi – „Þolendur hafa skilað skömminni. Jón Steinar, vinsamlegast ekki reyna að þröngva henni upp á okkur aftur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson birti á dögunum pistil sem hefur vakið mikla athygli þar sem hann deildi þeirri skoðun sinni að með því að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun væri hægt að snarfækka kynferðisbrotum og að það ætti að mega ræða það að segja konum að gæta sín sjálfar.

Sjá einnig: Jón Steinar segir fólki að draga úr vímuefnaneyslu á skemmtistöðum til að forðast kynferðisbrot

Hefur Jón Steinar verið harðlega gagnrýndur fyrir skrifin undanfarna daga og nú hafa baráttusamtökin Öfgar svarað honum í opnu bréfi sem meðal annars var birt hjá Vísi. Þar benda Öfgar Jóni Steinari á að viðhorf hans eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum og séu skaðleg umræðunni.

„Viðhorf þitt er alda gamalt og virkaði það lengi vel til að þagga niður í þolendum. Ofbeldi er aldrei á ábyrgð þolenda, það er ávallt á ábyrgð gerenda. Þolendur hafa skilað skömminni. Jón Steinar, vinsamlegast ekki reyna að þröngva henni upp á okkur aftur.“

Öfgar minnast þess að það sé þekkt að þolendur kynferðisbrota séu látnir bera skömm af ofbeldinu sem þeir hafa verið beittir og nú þegar þeir hafi skilað skömminni þá sé leitað nýrra leiða til að þagga niður í þeim.

Sannleikurinn sé sá að þrátt fyrir mikla umræðu um svokallaða slaufunarmenningu þá séu gerendur í reynd látnir sæta litlum afleiðingum fyrir brot sín. Hins vegar þurfi þolendur að þola afleiðingar á borð við að hljóta örorku, vímuefnavanda og opinbera smánun svo fáein dæmi séu tekin.

„Það er gild ástæða fyrir því að barist hefur verið gegn þolendaskömmun – þar sem ábyrgðin er sett á þolendur. Pistill þinn, Jón Steinar, er í heild sinni enn ein “hvernig á ekki að láta nauðga sér” aðferðin sem ítrekað er troðið á þolendur, ákveðinn plástur á vandamálið og falskt öryggi. Þolendur þurfa ekki fleiri ábendingar, við þurfum fræðslu, forvarnir og vitundarvakningu á öll skólastig. Með því að beina spjótum okkar að upprætingu vandans drögum við frekar úr tíðni ofbeldis og gerum gerendum kleift að axla ábyrgð og sýna fram á betrun.“

Ummæli Jóns Steinars um vímuefnanotkun eigi heldur ekki við rök að styðjast. Þolendum sé byrlað ólyfjan í öllum mögulegum aðstæðum hvort sem áfengi sé við hönd eða ekki og eins sé ofbeldi í nánum samböndum algengara en ofbeldi af hendi ókunnugra.

„Við í Öfgum teljum skrif þín og viðhorf skaðleg þar sem við vitum að þolendur ofbeldis eru 10x líklegri en aðrir til að reyna að taka sitt eigið líf. Í rannsókn sem háskólinn í Warwick gerði á yfir 3500 konum árið 2018 kom í ljós að 24% þeirra höfðu þjáðst af sjálfsvígshugsunum. 18% kvennanna höfðu gert áætlanir um að taka sitt eigið líf og einnig renna gögn frá góðgerðarsamtökunum SafeLives í Englandi stoðum undir það sama. 

Í rannsókninni “The Cost of Domestic Violence” kemur fram að ein af hverjum átta konum sem látist hafa af völdum sjálfsvígs voru þolendur heimilisofbeldis. Þar er einnig bent á hversu margar konur láta lífið af völdum maka eða fyrrum maka, verða fyrir heimilisofbeldi o.s.frv. Í víðtækustu rannsókn um ofbeldi hér á landi (áfallasaga kvenna) kemur fram að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru 69.000 konur. Ert þú, Jón Steinar, að segja að þessar 69 þúsund konur á aldrinum 18-70+ þurfi að passa sig að drekka minna?“

Öfgar segja ofangreint aðeins dæmi um þær rangfærslur sem Jón Steinar hafi haldið fram í pistli sínum. Ekki verði dregið úr ofbeldi með því að leggja skömmina á þolendur heldur með því að setja ábyrgðina á brotunum á þá sem í reynd bera ábyrgð á þeim – gerendur.

„Að lokum, þá er þetta brotabrot af rangfærslum í pistli þínum. Viðhorf þín undirstrika að við eigum enn langt í land og hvað samfélagið er fjandsamlegt gagnvart þolendum ofbeldis. Þú dregur ekki úr tíðni ofbeldis með þolendaskömmun, þú dregur úr tíðni ofbeldis með því að setja ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá gerendum. „

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga

Þórólfur bað ríkisstjórnina að íhuga víðtækar lokanir í samfélaginu í 10 daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“

Formaður FKA neitar að stíga til hliðar eftir umdeilt „læk“ við færslu Loga Bergmanns – „Samþykkti að halda sig til hlés frá fjölmiðlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“

Lækna-Tómas ósáttur með áform Arion banka – „Úlfur í sauðagæru“