fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Nota strætó í bólusetningarátaki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 09:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætlar að taka strætisvagn í notkun og aka um og bjóða upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það verði að ná til óbólusettra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Óskari að öllum ráðum sé beitt til að veita öllum tækifæri til að komast í bólusetningu.

Á næstunni verður strætisvagn því á ferðinni um götur borgarinnar og stendur fólki til boða að stíga um borð og fá bólusetningu. Vagninn verður staðsettur á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi tímum og geta allir þeir sem ekki hafa verið bólusettir komið og látið bólusetja sig.

„Við erum enn á byrjunarreit en það gæti þá verið þannig að bíllinn eða strætóinn myndi vera fyrir utan vinnusvæði eða bara í Smáralind eða Kringlunni, og þar getur fólk fengið bóluefni,“ er haft eftir Óskari.

89% landsmanna, 12 ára og eldri, eru fullbólusett. Á mánudaginn var hafist handa af miklum krafti við að gefa fólki örvunarskammt en hann á að auka verndina gegn kórónuveirunni enn frekar.

Óskar sagði að með því að nota strætisvagninn verði aðallega reynt að ná til þeirra sem hafa ekki enn fengið neinn skammt af bóluefni. „Númer eitt er bara að ná til sem flestra og minnka útbreiðslu sjúkdómsins og minnka álagið á spítalanum. Það gerum við með því að bólusetja sem flesta,“ sagði hann. Hann sagði að sóttvarnalæknir hafi í samstarfi við aðra gert greiningu á hvaða hópar hafi ekki þegið bólusetningu og verði reynt að fara með strætisvagninn þangað sem auðvelt aðgengi verði að honum fyrir þessa hópa. „Stefnan er að bólusetja alla sem ekki eru bólusettir. Það er mikilvægt og tilgangurinn með þessu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast