fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
Fréttir

Nota strætó í bólusetningarátaki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 09:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætlar að taka strætisvagn í notkun og aka um og bjóða upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það verði að ná til óbólusettra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Óskari að öllum ráðum sé beitt til að veita öllum tækifæri til að komast í bólusetningu.

Á næstunni verður strætisvagn því á ferðinni um götur borgarinnar og stendur fólki til boða að stíga um borð og fá bólusetningu. Vagninn verður staðsettur á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi tímum og geta allir þeir sem ekki hafa verið bólusettir komið og látið bólusetja sig.

„Við erum enn á byrjunarreit en það gæti þá verið þannig að bíllinn eða strætóinn myndi vera fyrir utan vinnusvæði eða bara í Smáralind eða Kringlunni, og þar getur fólk fengið bóluefni,“ er haft eftir Óskari.

89% landsmanna, 12 ára og eldri, eru fullbólusett. Á mánudaginn var hafist handa af miklum krafti við að gefa fólki örvunarskammt en hann á að auka verndina gegn kórónuveirunni enn frekar.

Óskar sagði að með því að nota strætisvagninn verði aðallega reynt að ná til þeirra sem hafa ekki enn fengið neinn skammt af bóluefni. „Númer eitt er bara að ná til sem flestra og minnka útbreiðslu sjúkdómsins og minnka álagið á spítalanum. Það gerum við með því að bólusetja sem flesta,“ sagði hann. Hann sagði að sóttvarnalæknir hafi í samstarfi við aðra gert greiningu á hvaða hópar hafi ekki þegið bólusetningu og verði reynt að fara með strætisvagninn þangað sem auðvelt aðgengi verði að honum fyrir þessa hópa. „Stefnan er að bólusetja alla sem ekki eru bólusettir. Það er mikilvægt og tilgangurinn með þessu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi

Allt á suðupunkti í Minnesota: Mótmælendur sátu fyrir ICE-liðum fyrir utan hótel í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra

Biðu endanlegan ósigur fyrir ríkislögreglustjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Pétur lagði Heiðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundaeigandi vísar hörðum ásökunum í garð hundsins hans á bug – Sveitarstjórinn bannaði hundahaldið án tilskilinnar heimildar

Hundaeigandi vísar hörðum ásökunum í garð hundsins hans á bug – Sveitarstjórinn bannaði hundahaldið án tilskilinnar heimildar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum

Segir RÚV hafa tekið íslenska sjónvarpsþáttaröð úr birtingu og muni ekki birta hana aftur fyrr en að uppfylltum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna

Spyr hvort stjórnvöld séu reiðubúin að spyrja þjóðina um verðtrygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“

Bílastæðastríð á Grensásvegi – „Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir“