fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Brynjar svarar Bubba og segist ætla að birta ljóð fyrir vikulokin – „Með reimaðan boxhanska og kýla tilviljunarkennt úti í loftið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísir.is fjallaði í gær um prósaljóð í nýrri ljóðabók Bubba Morthens sem virðist vera beint gegn Brynjari Níelssyni, fyrrverandi þingmanni, Sjálfstæðisflokksins.

Fyrirsögn fréttarinnar var „Kaldar kveðjur til Brynjars í nýrri ljóðabók Bubba“. Ljóðið ber heitið „Torfbær í jakkafötum“ og segir Bubbi það vera of þröngan lesskilning að ljóðið fjalli sérstaklega um Brynjar, hið rétta sé að það fjalli um „alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm“.

Brynjar segir í nýjum pistli að Bubbi hafi loksins orðið við þeirri beiðni hans að semja um hann ljóð. Mörg bestu ljóð snillinga hafi verið samin í reiðikasti en þetta ljóð Bubba sé hins vegar í svipuðum gæðaflokki og þus reiðra innhringjenda á Útvarp Sögu.

Vísir birti eftirfarandi tvö brot úr ljóðinu:

„einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“.

„ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“

Brynjar ætlar að birta ljóð

Brynjar segist sjálfur hafa verið að reyna fyrir sér í ljóðlist undanfarið og ætlar hann að birta fyrst ljóð sitt fyrir vikulokin. Segir hann að ljóðið fjalli um þá sem eru alltaf með reimaðan boxhanska og kýla tilviljunarkennt út í loftið:

„Ef eitthvað er að marka fréttir þá hefur Bubbi, vinur minn, loksins orðið við beiðni minni um að semja um mig ljóð. Mörg bestu ljóð snillinga hafa verið samin í reiðikasti, eins og Göllavísur Ása í Bæ. Það á ekki við um Bubba. Ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að þetta ljóð hafi komið úr smiðju reiða mannsins sem hringir daglega í útvarp Sögu og skilur ekkert í óréttlæti heimsins. Bubbi fær ekki verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir þetta ljóð en kannski bunch of money frá skattgreiðendum.

Sjálfur hef ég verið að reyna fyrir mér í ljóðlist. Þau ljóð eru ekki samin í reiðikasti en eru með dassi af hroka og leiðindum. Ég ætla að birta það fyrsta í vikulokin, sem er um þá sem alltaf eru með reimaðan boxhanska og kýla tilviljunarkennt úti í loftið og í hvern þann sem á leið um. Það er ljóð um sjálfhverfu, frekju og yfirgang. Kannski er það bara um mig sjálfan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“