Hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti voru kynntar í dag, en nú mega aðeins 50 koma saman hvort sem það er innan- eða utandyra, í einkarými eða opinberlega. Vissar undanþágur eru frá þessari reglu hvað varðar stærri viðburði en þeir þurfa þó að fara eftir ströngum skilyrðum. Eins var veitingastöðum með vínveitingaleyfi gert að loka klukkustund fyrr, og einkasamkvæmi á stöðum með vínveitingaleyfi eru óheimil eftir klukka 23:00 á kvöldin.
Að vanda eru skiptar skoðanir á þessum aðgerðum.
Eruð þið orðin svo leið á faraldrinum að ykkur langar mest til að hverfa í annan heim? Meðalið fæst í öllum betri bókabúðum: https://t.co/54WT3QGSIS
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) November 12, 2021
Þessi galli mættur aftur. Grínlaust þá hata ég allt svo mikið akkúrat núna. Fokking covid pic.twitter.com/cU2cxw51gq
— Steingrímur (@Arason_) November 12, 2021
Ástæðan fyrir þessum takmörkunum er í hnotskurn LANDSPÍTALINN. Illa rekinn, illa skipulagður og forsvarsmenn/konur hafa ekki nýtt þau úrræði sem í boði eru eins og einka aðilar (Domus Medica td). Bróðurpartur þjóðar geldur fyrir þetta rugl.
— Heiðar Austmann (@haustmann) November 12, 2021
Jæja herra rektor. Stefniru samt ekki ennþá á staðpróf um jólin? 🤡 pic.twitter.com/vXmm2mLcuH
— 🇵🇸Ólöf Bjarki🇵🇸 (@Frostpinni) November 12, 2021
Get ekki beðið eftir að sjá HÍ reyna að koma með rök að hafa ekki heimapróf þó að 50 manna takmarkanir séu í gildi til a.m.k 3. desember 🤡🤡
— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) November 12, 2021
Þegar ég verð orðinn dagdrykkjumaður er það Svandísi Svavarsdóttur að kenna
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) November 12, 2021
Ég sé allt svart núna.
Ég vinn á veitingastað og líka sem barþjónn. Það borgar leiguna mína og matinn minn. Nú þegar opnunartími skerðist svona mikið þá fæ ég t.d ekki vinnu á barnum og alls ekki jafn mikla vinnu á veitingastaðnum. Hver ætlar að borga leiguna mína? Svandís?— KarenBjörns (@karenbjorns) November 12, 2021
Hvað eru mörg ár í að við hættum að láta það koma okkur á óvart að spítalinn ráði ekki við minnsta álag? Hvenær ætlum við að gera einhverjar breytingar sem verða til þess að það þurfi ekki að taka frelsið af Íslendingum? Hvaða þvæla er þetta?
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) November 12, 2021
Hvað er folk ekki að skilja með þessar takmarkanir? Sja þau ekki að við erum að deala við stórskæðan sjúkdóm sem skilur eftir sig slóð af 10-20 manns sem eru smá þreytt og hósta aðeins?#ShutIcelandDown
— T-ommy (@itiswhatitis600) November 12, 2021
Versti föstudagur lífs míns!!!! Má ég ekki bara fara núna til LA eða? pic.twitter.com/zeQ8pcok8n
— Özzi🦅 (@ozzikongur) November 12, 2021
Vonandi var gaman á villibráðarkvöldi í Garðabæ litlu skítarnir ykkar. pic.twitter.com/nqj2BKeI9x
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) November 11, 2021
Ríkistjórnin ákvað að ég fái að vinna til 11 á stað sem ætti að vera opinn til 3 en þau geta ekki sett takmarkanir á óbólusetta krakka skíta?
— astridurhelgaa (@astridurhelgaa) November 12, 2021
Rosalegur skellur í þessum samkomutakmarkanabríeri að það hafi ekki verið sett takmörk eða bönn á jólalög…
En jæja áfram gakk.— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) November 12, 2021
— Fréttirnar (@frettirnar) November 12, 2021
— Sveinn Arnarsson (@SveinnArnarsson) November 12, 2021
Veldisvöxtur, án samhengis, segir okkur ekki neitt. Við sjáum mynd: pic.twitter.com/tdWIcY9wzx
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 12, 2021
Ef við tökum smitgleraugun niður, þá er þetta staðan 😳 pic.twitter.com/KsC1sR8bcT
— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) November 12, 2021
Jæja krakkar mínir við sjáumst þá bara á næsta ári.
— Hermigervill (@hermigervill) November 12, 2021
Jæja vonandi var hoe season gott hjá ykkur, þórólfur vill að við hættum þessu lauslæti og veljum betur
— Kara Kristel (@karafknkristel) November 12, 2021
Gleðilegan fössara, meðalgreinda þjóð pic.twitter.com/Oy6gFTSORg
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 5, 2021
Úr minnisblaði dagsins: „Einnig vil ég benda á að með útbreiddu smiti í samfélaginu þá mun skapast sú hætta að veikindi í fyrirtækjum og atvinnurekstri mun valda verulegri röskun á allri þeirra starfsemi.“
Best að forða því með því að… valda verulegri röskun á starfseminni?
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) November 12, 2021
Að leysa mönnunarvanda á spítala með sóttvarnaraðgerðum er svolítið eins og að bregðast við biluðu klósetti með því að hætta að borða.
Er ekki kominn tími til að setja í gang eitthvað viðgerðaplan? Hringja í pípara jafnvel?
Eftir 20 mánaða stíflu.
— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 12, 2021
Ég átta mig ekki á því hvort gerir Íslendinga reiðari: hertar takmarkanir eða nýi Bónusgrísinn
— Alexander Freyr (@alexander_freyr) November 12, 2021
Hertar samkomutakmarkanir og nýr Bónus grís, heimur versnandi fer segi ég nú bara
— Birgitta Sigursteins (@birgittasig) November 12, 2021
Ekki tala um Covid, bara horfa á kisu þrífa sig 🛁🐈⬛ pic.twitter.com/YBZSbS93Ry
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) November 12, 2021