fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Íslenskir atvinnurekendur á Tenerife auglýsa eftir starfsfólki -„Tækifærin eru sannarlega til staðar“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 12. nóvember 2021 17:49

Snæfríður Ingadóttir á Tenerife. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæfríður Ingadóttir er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga þegar kemur að Tenerife. Snæfríði þekkja margir vegna starfa hennar við fjölmiðla en hún er mikil ævintýrakona, hefur lengi stundað íbúðaskipti og lét drauminn rætast fyrir örfáum árum þegar hún flutti tímabundið með alla fjölskylduna til Tenerife.

Snæfríður hefur til að mynda gefið út sérstaka bók þar sem ferðalangar fá upplýsingar um hvað er sniðugt og skemmtilegt að gera á Tenerife en hún hefur einnig gefið út bókina Nýtt líf í nýju landi þar sem er að finna ýmsar upplýsingar er tengjast búferlaflutningum til Tenerife og Spánar í heild sinni. Þar er til að mynda heill kafli eingöngu um atvinnuleit þar sem farið er yfir það helsta sem hafa þarf í huga þegar verið er að leita að vinnu í spænsku.

Í dag birti hún á vefnum sínum – Lífið er ferðalag – upplýsingar um nokkur atvinnutækifæri sem bjóðast nú á Tenerife.

„Það sem hindrar marga í því að láta drauminn um búferlaflutninga til Spánar rætast eru atvinnumöguleikarnir. Á Tenerife hafa nokkur íslensk fyrirtæki verið að auglýsa eftir starfsfólki undanfarið, svo tækifærin eru sannarlega til staðar,“ segir Snæfríður og tekur síðan dæmi um fyrirtæki í eigu Íslendinga sem eru að leita að starfsfólki til að starfa á bar, skrifstofustjóra, tónlistarfólki til að troða upp á veitingahúsi og spænskumælandi tengilið við íslenska ferðamenn.

Fyrirtækin sem auglýsa nú eru barinn The Mister Sister Showbar á Costa Adeje, IP Containers sem selur lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, veitingastaðurinn The Backyard Lounge sem er í verslunarmiðstöðinni The Duke Shops, og svo leitar ræðismannaskrifstofa Íslands á Kanaríeyjum óskaði eftir tengilið á Tenerife sem gæti tekið að sér að vera túlkur fyrir Íslendinga sem á þurfa að halda, til að mynda þegar fólk þarf að fara á sjúkrahús eða til læknis.

Allar nánari upplýsingar á Lífið er ferðalag. 

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla

Snæfríður og fjölskylda ákváðu að búa einn vetur á Tenerife: „Heilmikið ævintýri að búa hérna“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi