fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg borgar 697 milljónir á ári í leigu fyrir skrifstofurnar í Borgartúni

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 19:00

Barnaverndarnefnd, Höfðatorg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg greiddi 697.209.198 kr.- til HTO ehf. í fyrra vegna leigu á skrifstofum Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi við Borgartún. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa borgarinnar við fyrirspurn DV um málið.

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að stór hluti starfsemi borgarinnar sé í húsinu umrædda við Borgartún 12-14 og að þar starfi 450 starfsmenn borgarinnar. Þannig má segja að borgin hafi greitt rúma eina og hálfa milljón á ári undir vinnuaðstöðu hvers einasta starfsmanns á Höfðatorgi í fyrra.

Reykjavíkurborg leigir húsnæðið af HTO ehf., sem er svo í eigu fasteignafélagsins Regins. Reginn er svo að lang mestu í eigu ýmissa lífeyrissjóða og banka. Stærstu eigendur Regins eru eftirfarandi:

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (10%)
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild (10%)
Gildi (9%)
Birta lífeyrissjóður (7%)
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (5%)
Stapi lífeyrissjóður (5%)
Frjálsi lífeyrissjóðurinn (4%)
Festa lífeyrissjóður (4%)
Brimgarðar ehf. (4%)
Sigla ehf. (3%)
Arion banki (3%)

Í frétt mbl.is um þetta sama hús árið 2009 segir að greidd leiga hafi verið á því ári 460 milljónir, og hefur því orðið umtalsverð hækkun á leigugreiðslum síðan þá. Leigusamningurinn var samþykktur árið 2008 og gerður til 25 ára, en þá við byggingafélagið Eykt ehf. sem byggði húsið á lóð sem það örfáum árum áður keypti af Reykjavíkurborg á 350 milljónir. Er þar um að ræða svokallaðan Skúlatúnsreit sem borgin seldi Eykt að undangengnu útboði.

Borgin er nú með starfsemi á þremur stöðum, í áðurnefndu húsi við Borgartún, í Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjörnina og í Hinu húsinu við Rafstöðvarveg í Elliðaárdalnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi