fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Skagfirðingar sameinast í sorginni – Ætla að lýsa upp Skagafjörðinn fyrir Erlu Björk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki heldur viðburðinn Látum Skagafjörðinn lýsa fyrir Erlu Björk en hann snýst um að fólk láti útikerti loga fyrir utan heimili sín kl. 20 á miðvikudagskvöld.

Er þetta gert í minningu Erlu Bjarkar Helgadóttur sem varð bráðkvödd þann 2. nóvember. Erla Björk lætur eftir sig fjögur börn og eiginmann. Hún á son í fjölbrautaskólanum og vill nemendafélagið sýna fjölskyldunni samhug og heiðra minningu Erlu Bjarkar sem hefði orðið fertug á þeim degi sem viðburðurinn er, þann 10. nóvember.

Erla Björk tengist skólasamfélaginu í Skagafirði sterkum böndum en hún starfaði í Varmahlíðarskóla og var í foreldrafélagi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

„Morguninn sem þetta gerðist tókum við fund í nemendafélaginu. Við viljum gera það sem við getum fyrir þessa fjölskyldu og sérstaklega þar sem sonur hennar er í nemendahópnum,“ segir Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins. „Við ákváðum þetta daginn eftir en höfum verið að bíða dálítið með að setja eitthvað út, af tillitsemi við aðstandendur. En við vildum gera þetta annað kvöld,“ segir hún enn fremur, en eins og áður segir er dagsetningin 10. nóvember mikilvæg því það er fertugsafmælisdagur Erlu Bjarkar.

Helena segir að allir landsmenn geti tekið þátt í þessari ljósastund en eðlilega beinist tilkynningin að Skagfirðingum. „Skagafjörður er afskaplega þétt samfélag þegar á reynir og okkur langar að fá sem flesta hér til að taka þátt, en að sjálfsögðu eru allir án landinu velkomnir. En við töldum að Skagafjörður væri helsti staðurinn til að fá sem flesta til að taka þátt,“ segir Helena.

Sjá Facebook-viðburðinn Látum Skagafjörðinn lýsa fyrir Erlu Björk 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“