fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Magnús kjörinn formaður KÍ – Hanna Björg beið afhroð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 15:05

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hefur verið kjörinn nýr formaður Kennarasambands Íslands. Þetta kemur fram í frétt á vef KÍ.  Magnús mun taka við völdum af Ragnari Þór Péturssyni, núverandi formanni,  á VIII. þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Alls voru fjórir einstaklingar í framboði og skiptust atkvæðin þannig:

Fjögur voru í framboði og féllu atkvæði þannig:

  • Magnús Þór Jónsson hlaut 2.778 atkvæði eða 41,61%
  • Anna María Gunnarsdóttir hlaut 2.171 atkvæði eða 32,51%
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hlaut 1.083 atkvæði eða 16,22%
  • Heimir Eyvindsson hlaut 522 atkvæði eða 8,27%
  • Auðir seðlar 93 eða 1,39%

Á kjörskrá voru 11.068  og greiddu 6.676 atkvæði, eða 60,32% en kosningin var rafræn.

Athygli vekur niðurstaða Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, kennara við Borgarholtsskóla, en barátta hennar fyrir formannsstólnum vakti talsverða eftirtekt. Ekki síst vegna þess að opið bréf Hönnu Bjargar um meinta hylmingu KSÍ yfir kynferðisofbeldi varð til þess að Pandórubox opnaðist innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem enn sér ekki fyrir endann á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“