fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Íslensk brugghús berjast í bökkum – Ríkið tekur 75% af söluandvirði íslenskra bjóra til sín

Heimir Hannesson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 16:30

Nóg er til af íslenskum bjór. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins um 25 krónur af hverjum hundrað kalli sem ÁTVR selur fyrir af íslenskum bjór rennur í vasa framleiðandans. Þetta segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa í samtali við Viðskiptablaðið um helgina.

Þar var til umfjöllunar bág staða íslenskra handverksbrugghúsa, en aðilar að SÍHB eru nú á þriðja tug. Þá hefur DV heimildir fyrir því að vöruskortur og tafir á gámaflutningum yfir heimshöfin hafi leikið brugghúsin grátt. Sagði einn við DV að hann fengi ekki afhendar dósir. Annar sagðist ekki fá pláss fyrir fullan gám af hráefni og jólabjóravertíðin væri því í lausu lofti.

Úr umfjöllun Viðskiptablaðsins má lesa að staða fjölmargra brugghúsa sé slæm. Segir þar að eigið fé tveggja félaga af hverjum þremur hafi verið neikvætt í lok síðasta árs. Besta afkomu ársins, segir Viðskiptablaðið, átti Ölvisholt brugghús, en rekstrarfélag brugghússins skilaði tæpum 24 milljónum í hagnað, samanborið við 22 milljóna tap í fyrra, samkvæmt ársreikningi þeirra.

Ítarlegri umfjöllun um bága stöðu brugghúsanna, afkomu þeirra og tillögur SÍHB er að finna í Viðskiptablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“