fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Orðið á götunni: Svandís á leið úr heilbrigðisráðuneytinu

Heimir Hannesson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 20:15

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir verður ekki heilbrigðisráðherra í næstu ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þetta herma heimildir Orðsins.

Greint var frá því í nýliðinni viku að ný ríkisstjórn yrði kynnt eftir helgi. Lítið hefur lekið af upplýsingum út úr innstu hringjum formanna stjórnarflokkanna þriggja sem þykir býsna mikið afrek, svona á þessum síðustu og verstu.

Lítillega var fjallað um „ofurráðuneyti“ Framsóknarmanna, en hugmyndir virðast vera uppi um að búa til svokallað innviðaráðuneyti sem yrði þá undir stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. Sagt er að verkefni annarra ráðuneyta muni flytjast þangað að einhverju leyti.

Fyrir nokkru fjallaði DV þá jafnframt um mögulega framtíð Svandísar í stóli forseta Alþingis. Herma heimildir Orðsins þannig að Svandís þykir spegla Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi forseta Alþingis og formann Vinstri grænna, að því leyti að hún á sér fá skoðanasystkini á Alþingi, og sérstaklega meðal samstarfsflokka VG í ríkisstjórn, en að hún myndi njóta trausts sem forseti þingsins.

Engum blöðum er um áhuga Sjálfstæðismanna á heilbrigðisráðuneytinu að fletta. Hávær krafa hefur verið úr grasrót flokksins um að flokkurinn taki ráðuneytið úr höndum VG. Eftir stendur þó spurningin um hvaða tiltekni Sjálfstæðismaður það ætti að vera.

Strax er hægt að útiloka Bjarna Benediktsson af lista yfir hugsanlega arftaka Svandísar. Eins má strika varaformann flokksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, af þeim lista. Guðlaugur Þór Þórðarson þykir hafa staðið sig vel í utanríkisráðuneytinu og unir bersýnilega hag sínum vel þar. Þá hefur Guðlaugur áður tekið snúning á heilbrigðismálum þjóðarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom ný inn í ráðherrastól á miðju síðasta kjörtímabili og er því eini ráðherrann sem hefur ekki klárað heilt kjörtímabil í sínu ráðuneyti. Eins er ekki að sjá neinn sérstakan áhuga hjá öðrum flokkum að taka dómsmálin að sér enda Áslaug tæklað þau af hinu mestu ágætum, svo Áslaug fær líklega að sitja þar áfram. Eftir standa þá nýliðarnir. Af þeim er lang líklegast að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, komi inn og verði jafnvel kastað beint í djúpu laugina.

Enn fremur hefur það verið nefnt að nýr ráðherra, hver sem það væri, myndi vilja sigla af stað inn í nýtt kjörtímabil með nýtt og ferskt fólk sér við hlið.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur þegar sagt upp störfum og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnaði á síðustu dögum októbermánaðar 68 ára afmæli. Þannig eru allar líkur á að arftaki Svandísar fái þá ósk sína uppfyllta að hefja störf sín fyrir kóvidríkisstjórn hina síðari, með ferskt fólk sér við hlið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi